Áslaug Arna spurði Höllu Bergþóru hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2021 13:20 Halla Bergþóra greindi frá því á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að dómsmálaráðherra hafi spurt lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði sér að biðjast afsökunar, þá væntanlega á því að hafa greint frá því að Bjarni Benediktsson hafi verið í Ásmundasal þar sem sóttvarnir voru brotnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar segir þetta sýna að sérhagmunir Sjálfstæðisflokksins blindi ráðherrum flokksins sýn hvað varðar almannahagsmuni. Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“ Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Í frægu símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á aðfangadag og Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra eftir uppákomuna í Ásmundarsal, spurði dómsmálaráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar? Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en þær Áslaug Arna og Halla ræddu þar dagbókarfærslu lögreglunnar sem birtist á Facebook-síðu hennar þar sem greint var frá því að ráðherra í ríkisstjórninni hefði verið í gleðskap á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Sá ráðherra reyndist vera Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Hasar á aðfangadegi Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV greindi Halla Bergþóra frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar. Hvorki lögreglustjóri né dómsmálaráðherra hafa viljað tjá sig efnislega en fjallað hefur verið nokkuð um samskiptin. En Bjarni baðst síðar afsökunar á veru sinni í Ásmundarsal, hún hafi verið slysaleg. Áslaug Arna sagði á sínum tíma, í svari, að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Fram hefur komið að um tvö símtöl milli þeirra tveggja að ræða. Í seinna samtalinu spurði ráðherra lögreglustjórann, samkvæmt heimildum RÚV, hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur sem lá fyrir um hádegi á aðfangadegi. Óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu Helga Vala Helgadóttir segir allt við þetta mál kalla á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokks.Stöð 2/Einar Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar, var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrri hluta kjörtímabils en fór svo yfir í velferðarnefnd. Hún segir þetta óeðlileg afskipti framkvæmdavalds af lögreglu. „Það var ekkert slíkt hættustig á ferð sem kallaði á bein afskipti dómsmálaráðherra af einstaka máli, en það hafa einmitt verið einkunnarorð umrædds ráðherra í tíð hennar í embætti,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er beinlínis allt við þetta mál sem kallar á aðskilnað réttarvörslukerfis og Sjálfstæðisflokksins,“ bætir Helga Vala við: „Kallar á aðskilnað Sjálfstæðisflokks og réttarvörslukerfis, að meðtöldu dómskerfi. Þetta þarf að eiga sér stað því að þegar á reynir þá blinda sérhagsmunir Sjálfstæðisflokks ráðherra hans sýn á hagsmuni almennings um að eitt skuli yfir alla landsmenn ganga.“ Uppfært 14:55 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig frekar Vísir náði tali af lögreglustjóra og þar segir hún að líkt og fram hefur komið óskaði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis eftir því að hún svaraði spurningum nefndarinnar um samskipti okkar dómsmálaráðherra þennan dag. „Ég kýs að virða trúnað sem ríkir um það sem kom fram efnislega og tel ekki rétt að fjalla nánar um efni þessara samskipti en ég hef þegar gert,“ segir Halla Bergþóra. Hún bendir á að hún hafi skýrt frá því að hún og ráðherra hafi á aðfangadegi átt tvö samtöl „og að þau hafi snúið að upplýsingagjöf lögregluembættisins vegna sóttvarnarbrotsins í Ásmundarsal. Ég vil árétta það sem áður hefur komið fram að ég taldi efni þessara samtala rúmast innan þeirra heimilda sem ráðherra hefur til upplýsingaöflunar frá forstöðumanni stofnunar sem undir hana heyrir og kveðið er á um í stjórnarráðslögum nr.115/2011. Það er enn fremur mitt mat að samskiptin hafi ekki falið í sér afskipti af rannsókn umrædds máls.“
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Samkomubann á Íslandi Lögreglan Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent