Heiðarleg atlaga að Íslandsmetinu í hita í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2021 15:53 Vafalítið mun einhver ungur Eskfirðingur fara út með fótboltann sinn í hitanum næstu daga. Vissara að hafa vatnsbrúsann með og bera á sig smá sólarvörn. Vísir/Vilhelm Það stefnir í steikjandi hita á Austfjörðum á morgun og gæti hitinn náð 29 stigum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á síðu sinni Bliku og lýsir því sem heiðarleg atlaga að íslenska hitametinu sé í farvatninu. „Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“ Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira