Fötlunarskattur á Hrafnistu Þorgerður María Halldórsdóttir skrifar 28. júní 2021 08:31 Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. Aðstandendur þyrftu að sjá um slíkt sjálfir. Á þetta við um þá íbúa heimilisins sem sökum andlegra eða líkamlegra takmarkana geta ekki komist á þessa staði á réttum tíma. Á fæstum Hrafnistuheimilanna er um langan veg að fara til að komast í þjónustuna. Það tekur því einungis örfáar mínútur fyrir starfsfólk að fara þessa leið. Aðstandendur þurfa hins vegar að koma sér á staðinn og ekki búa allir í næsta nágrenni við heimilin. Jafnframt þurfa aðstandendur líklegast að bíða á staðnum á meðan ættinginn fær sína þjónustu. Þar sem ég þekki til fer fólk jafnan í hárgreiðslu beint eftir bað – þannig að erfitt getur reynst fyrir ættingja að vita hvenær á að mæta. Margar kvennanna sem búa á Hrafnistu fara vikulega í lagningu. Í þeim tilvikum þarf aðstandandi að gera þetta vikulega. Vissulega ekki allir aðstandendur. Einungis þeir sem eiga ættingja sem ekki geta komist sjálfir á milli. Á flestum öðrum stöðum myndi slíkt kallast mismunun á grunni fötlunar. Á einhverjum Hrafnistuheimilanna hefur hárgreiðslan ákveðið að bjóða uppá þessa þjónustu gegn gjaldi, 1.000 kr fyrir hvert skipti. Ofan á þjónustu sem hefur á örfáum árum hækkað langt umfram verðlagsþróun. 1.000 kr fyrir verk sem tekur örfáar mínútur. Í Hafnarfirði er svo þjónustugjald þetta 2000 krónur í fótsnyrtingu. Til samanburðar er stakt fargjald í fyrir aldraða og öryrkja í Strætó, 245 krónur. Þjónustugjald er sérlega fallegt nafn á fötlunarskatt. Fyrir þjónustu sem ætti að vera hluti af aðhlynningu enda athöfn daglegs líf. Hvað þjónusta hjúkrunarheimila snýst um. Hjúkrunarheimilum er ætlað að stíga inn í líf aldraðra einstaklinga eftir því sem færni þeirra minnkar sökum heilsubresta. Athafnir á borð við að klæða sig, nærast, sinna persónulegu hreinlæti og komast á milli herbergis, matsals og afþreyingar teljat allt athafnir daglegs lífs (ADL) sem hjúkrunarheimilum er ætlað að aðstoða íbúa við. Á hjúkrunarheimili þar sem ég hóf störf lét t.d. starfsfólk sjálft rúllur í hár kvennanna enda var þar um að ræða eitthvað sem þær gerðu sjálfar á meðan þær höfðu heilsu til. Alveg eins og karlmenn fá aðstoð við rakstur. Þeim er enn ekki gert að leita til rakara fyrir slík verk. Hárgreiðslustofa ætti að vera val fyrir þær sem kjósa meiri lagningu eða aðra flóknari hársnyrtingu, en ekki skylda vilji konurnar einhverja hárumhirðu. Sjálf krulla ég stundum á mér hárið, set í það fléttur eða snúða. Ef ég myndi af einhverjum orsökum verða ófær um slíkt, þætti flestum eðlilegt að starfsmaður sem aðstoðaði mig, lagaði á mér hárið eins og ég vildi en ekki að ég þyrfti að borga fagaðila fyrir hvert verk sem væri meira en að greiða í gegnum hárið. Fótsnyrting á hjúkrunarheimili er heilbrigðisþjónusta en hefur því miður ekki fengið þá viðurkenningu. Fótsnyrting á hjúkrunarheimili er ekki eitthvað huggulegt dekur sem fólk sækir í til að „tríta sig“ heldur getur skilið á milli feigs og ófeigs. Fólki með t.d. sykursýki er mjög hætt við sýkingum á fótum. Lítil sár geta orðið að hryllilegum sárum og jafnvel valdið dauða. Þó engin sykursýki sé til staðar hafa aldraðir fætur oft mátt þola ýmislegt. Þess vegna er óráðlegt að starfsfólk sem hvorki hefur til þess tæki né þekkingu ráðist í verkið. Fótsnyrting er því oftast ekkert val þó mismunandi sé hversu oft fólk fer á ári. Starfsfólkið sem klæðir heimilisfólkið og sérstaklega þau sem baða þau eru í mun betri aðstöðu en aðstandendur til að meta hvenær er þörf á fótsnyrtingu. Engu að síður eiga aðstandendur núna að sjá um panta tíma og fylgja ættingjunum í fótsnyrtingu. Stutta leið, innanhúss. En vissulega á þetta bara við ef fólkið getur ekki séð um það sjálf. Hjúkrunarheimili eru, þrátt fyrir að vera heimili fólksins, sjúkrastofnanir. Þangað flytur enginn nema mikil þjónustuþörf sé til staðar. Eðli öldrunar er sú að öldrunartengd hrörnun ágerist. Hrörnunin tekur einungis enda við andlát. Á hjúkrunarheimilum dagsins í dag býr fólk með meiri hjúkrunarþarfir en nokkru sinni. Fleiri íbúar nota hjólastóla og fleiri íbúar þurfa mikla aðstoð við daglegt líf. Þó virðist sem aldrei sé gert ráð fyrir fólki sem þurfi aðstoð. Á viðburðum er þeim jafnan komið fyrir til hliðar eða aftast, þó fólk í hjólastólum heyri ekkert endilega eða sjái betur en fólk sem enn getur gengið. Aðgengi þeirra að viðburðum er þó vissulega alfarið háð því hvort mönnun bjóði uppá að fólkinu sé fylgt. Ellegar býðst þeim að horfa á innanhúss-sjónvarpsútsendingu sem því miður er oft slitrótt og kemst ekki nærri því hvernig er að vera viðstaddur ball, tónleika eða aðra álíka viðburði. Ekkert tillit var heldur tekið til þess í heimsóknarbanninu sem sett var á í mars 2020 vegna covid, að ekki höfðu allir íbúar líkamlega eða vitræna getu til að nýta síma eða myndavélaspjall til að viðhalda tengslum og samskiptum. Ekkert tillit var tekið til þessa. Á öðrum stöðum heitir það mismunun á grundvelli fötlunar eða gróft mannréttindabrot. En á hjúkrunarheimilum heitir það „business as usual“. Hvers vegna komast heimilin upp með svona framkomu? Því það ætlar sér enginn að flytja á hjúkrunarheimili og það er auðveldara að loka augunum gagnvart því sem er þar í gangi, í þeirri óskhyggju að þurfa aldrei að upplifa þetta á eigin skinni. Hagsmunasamtök ypta öxlum og einbeita sér að áhugaverðari málum. En nú er mál að linni! Á sparidögum sammælumst við um að kynslóðirnar sem byggðu upp landið eigi það besta skilið. Sýnum það! Þessi niðrandi framkoma Hrafnistu gagnvart íbúum heimilanna verður að hætta. Fötlunarskattur á aldrei að líðast. Öllum íbúum Hrafnistuheimilanna á að bjóðast sama þjónusta hvort sem þau hafa getu til að koma sér á milli staða eða ekki. Þessa mismunun þarf að uppræta. Höfundur er núverandi aðstandandi og fv starfsmaður Hrafnistu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í maí bárust þau tíðindi frá Hrafnistu að frá 1. júní myndi starfsfólk ekki lengur fylgja íbúum heimilanna sem ekki komast sjálfir, í fótsnyrtingu eða hárgreiðslu né sjá um tímabókanir. Aðstandendur þyrftu að sjá um slíkt sjálfir. Á þetta við um þá íbúa heimilisins sem sökum andlegra eða líkamlegra takmarkana geta ekki komist á þessa staði á réttum tíma. Á fæstum Hrafnistuheimilanna er um langan veg að fara til að komast í þjónustuna. Það tekur því einungis örfáar mínútur fyrir starfsfólk að fara þessa leið. Aðstandendur þurfa hins vegar að koma sér á staðinn og ekki búa allir í næsta nágrenni við heimilin. Jafnframt þurfa aðstandendur líklegast að bíða á staðnum á meðan ættinginn fær sína þjónustu. Þar sem ég þekki til fer fólk jafnan í hárgreiðslu beint eftir bað – þannig að erfitt getur reynst fyrir ættingja að vita hvenær á að mæta. Margar kvennanna sem búa á Hrafnistu fara vikulega í lagningu. Í þeim tilvikum þarf aðstandandi að gera þetta vikulega. Vissulega ekki allir aðstandendur. Einungis þeir sem eiga ættingja sem ekki geta komist sjálfir á milli. Á flestum öðrum stöðum myndi slíkt kallast mismunun á grunni fötlunar. Á einhverjum Hrafnistuheimilanna hefur hárgreiðslan ákveðið að bjóða uppá þessa þjónustu gegn gjaldi, 1.000 kr fyrir hvert skipti. Ofan á þjónustu sem hefur á örfáum árum hækkað langt umfram verðlagsþróun. 1.000 kr fyrir verk sem tekur örfáar mínútur. Í Hafnarfirði er svo þjónustugjald þetta 2000 krónur í fótsnyrtingu. Til samanburðar er stakt fargjald í fyrir aldraða og öryrkja í Strætó, 245 krónur. Þjónustugjald er sérlega fallegt nafn á fötlunarskatt. Fyrir þjónustu sem ætti að vera hluti af aðhlynningu enda athöfn daglegs líf. Hvað þjónusta hjúkrunarheimila snýst um. Hjúkrunarheimilum er ætlað að stíga inn í líf aldraðra einstaklinga eftir því sem færni þeirra minnkar sökum heilsubresta. Athafnir á borð við að klæða sig, nærast, sinna persónulegu hreinlæti og komast á milli herbergis, matsals og afþreyingar teljat allt athafnir daglegs lífs (ADL) sem hjúkrunarheimilum er ætlað að aðstoða íbúa við. Á hjúkrunarheimili þar sem ég hóf störf lét t.d. starfsfólk sjálft rúllur í hár kvennanna enda var þar um að ræða eitthvað sem þær gerðu sjálfar á meðan þær höfðu heilsu til. Alveg eins og karlmenn fá aðstoð við rakstur. Þeim er enn ekki gert að leita til rakara fyrir slík verk. Hárgreiðslustofa ætti að vera val fyrir þær sem kjósa meiri lagningu eða aðra flóknari hársnyrtingu, en ekki skylda vilji konurnar einhverja hárumhirðu. Sjálf krulla ég stundum á mér hárið, set í það fléttur eða snúða. Ef ég myndi af einhverjum orsökum verða ófær um slíkt, þætti flestum eðlilegt að starfsmaður sem aðstoðaði mig, lagaði á mér hárið eins og ég vildi en ekki að ég þyrfti að borga fagaðila fyrir hvert verk sem væri meira en að greiða í gegnum hárið. Fótsnyrting á hjúkrunarheimili er heilbrigðisþjónusta en hefur því miður ekki fengið þá viðurkenningu. Fótsnyrting á hjúkrunarheimili er ekki eitthvað huggulegt dekur sem fólk sækir í til að „tríta sig“ heldur getur skilið á milli feigs og ófeigs. Fólki með t.d. sykursýki er mjög hætt við sýkingum á fótum. Lítil sár geta orðið að hryllilegum sárum og jafnvel valdið dauða. Þó engin sykursýki sé til staðar hafa aldraðir fætur oft mátt þola ýmislegt. Þess vegna er óráðlegt að starfsfólk sem hvorki hefur til þess tæki né þekkingu ráðist í verkið. Fótsnyrting er því oftast ekkert val þó mismunandi sé hversu oft fólk fer á ári. Starfsfólkið sem klæðir heimilisfólkið og sérstaklega þau sem baða þau eru í mun betri aðstöðu en aðstandendur til að meta hvenær er þörf á fótsnyrtingu. Engu að síður eiga aðstandendur núna að sjá um panta tíma og fylgja ættingjunum í fótsnyrtingu. Stutta leið, innanhúss. En vissulega á þetta bara við ef fólkið getur ekki séð um það sjálf. Hjúkrunarheimili eru, þrátt fyrir að vera heimili fólksins, sjúkrastofnanir. Þangað flytur enginn nema mikil þjónustuþörf sé til staðar. Eðli öldrunar er sú að öldrunartengd hrörnun ágerist. Hrörnunin tekur einungis enda við andlát. Á hjúkrunarheimilum dagsins í dag býr fólk með meiri hjúkrunarþarfir en nokkru sinni. Fleiri íbúar nota hjólastóla og fleiri íbúar þurfa mikla aðstoð við daglegt líf. Þó virðist sem aldrei sé gert ráð fyrir fólki sem þurfi aðstoð. Á viðburðum er þeim jafnan komið fyrir til hliðar eða aftast, þó fólk í hjólastólum heyri ekkert endilega eða sjái betur en fólk sem enn getur gengið. Aðgengi þeirra að viðburðum er þó vissulega alfarið háð því hvort mönnun bjóði uppá að fólkinu sé fylgt. Ellegar býðst þeim að horfa á innanhúss-sjónvarpsútsendingu sem því miður er oft slitrótt og kemst ekki nærri því hvernig er að vera viðstaddur ball, tónleika eða aðra álíka viðburði. Ekkert tillit var heldur tekið til þess í heimsóknarbanninu sem sett var á í mars 2020 vegna covid, að ekki höfðu allir íbúar líkamlega eða vitræna getu til að nýta síma eða myndavélaspjall til að viðhalda tengslum og samskiptum. Ekkert tillit var tekið til þessa. Á öðrum stöðum heitir það mismunun á grundvelli fötlunar eða gróft mannréttindabrot. En á hjúkrunarheimilum heitir það „business as usual“. Hvers vegna komast heimilin upp með svona framkomu? Því það ætlar sér enginn að flytja á hjúkrunarheimili og það er auðveldara að loka augunum gagnvart því sem er þar í gangi, í þeirri óskhyggju að þurfa aldrei að upplifa þetta á eigin skinni. Hagsmunasamtök ypta öxlum og einbeita sér að áhugaverðari málum. En nú er mál að linni! Á sparidögum sammælumst við um að kynslóðirnar sem byggðu upp landið eigi það besta skilið. Sýnum það! Þessi niðrandi framkoma Hrafnistu gagnvart íbúum heimilanna verður að hætta. Fötlunarskattur á aldrei að líðast. Öllum íbúum Hrafnistuheimilanna á að bjóðast sama þjónusta hvort sem þau hafa getu til að koma sér á milli staða eða ekki. Þessa mismunun þarf að uppræta. Höfundur er núverandi aðstandandi og fv starfsmaður Hrafnistu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun