„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júní 2021 13:00 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur. Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi birti pistil á Facebook-síðu sinni í gær, þar sem hún kallaði eftir umræðu um að opnunartími skemmtistaða yrði gefinn frjáls. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki telja að með möguleika á takmarkalausum opnunartíma myndi ofbeldisglæpum í miðborginni fjölga, og segir tölfræði sem bendi til þess ekki vera sannfærandi. „Eins og staðan er í dag þá eru allir skemmtistaðir að loka um þrjúleytið. Þegar staðirnir loka á sama tíma þá verður auðvitað gríðarleg hópamyndun niðri í bæ, akkúrat við lokun. Það er einmitt þá sem lögreglan hefur verk að vinna,“ segir Hildur. Hún telur að í frjálsara og sveigjanlegra umhverfi geti rekstraraðilar fundið opnunartíma sínum hæfilegan farveg. Opnunartímar væru dreifðari og því minni líkur á hópamyndun eftir lokun. „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir á þeim vandamálum sem fólk er að tala um í næturlífinu.“ Hildur ítrekar að með tillögunni eigi hún við skemmtistaði í miðborginni, en ekki hverfiskaffihús í miðri íbúabyggð. Henni hugnast ekki hugmyndir sem fulltrúar lögreglunnar hafa viðrað, um að halda opnunartíma skemmtistaða skertum að einhverju leyti eftir faraldurinn, eða banna rafhlaupahjól í miðborginni um helgar. „Ég óttast svolítið að það hafi í kjölfarið á Covid og þessum takmörkunum öllum skapast svolítill jarðvegur hér á Íslandi, og örugglega víðar um heim, fyrir stjórnlyndi. Mér finnst mjög varasamt þegar lögreglan stígur fram og talar um að vilja takmarka frelsi fólks með þessum hætti,“ segir Hildur.
Reykjavík Næturlíf Lögreglumál Tengdar fréttir Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48 Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða: „Ég vil meira frelsi í Reykjavík“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í Reykjavík. 26. júní 2021 16:48
Dómsmálaráðherra stendur vörð um djammið Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum. 16. júní 2021 07:11
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði