Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 20:47 Þorbjörn er gagnrýninn á að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins geti neitað beiðnum kvensjúkdómalækna um að taka sýni til rannsóknar. Vísir/Nanna Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira