Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 14:18 Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni að það sé ekki neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Lagt var til þrettán prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2021/2022, en stofnmatið í ár sýni að stofnstærðin hafi verið ofmetin á undanförnum árum. „Í tillögu um ákvörðun á leyfilegum heildarafla eru 8.000 tonn dregin frá vegna ýsu sem ráðstafað var á fyrra fiskveiðiári. Því lækkar leyfilegur heildarafli í ýsu frá ráðgjöf úr 50.429 tonnum í 41.229 tonn að teknu tilliti til þessarar ráðstöfunar auk þess frádrags sem kemur í hlut erlendra ríkja. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa og er heildarafli ákveðinn 77.381 tonn. Viðsnúningur virðist vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar og hækkar því ráðgjöf Hafró um 104% og er heildarafli 72.239 tonn,“ segir í tilkynningunni. Vonbrigði Haft er eftir Kristjáni Þór segir það ekki vera neitt launungamál að þrettán prósenta lækkun aflamarks þorks séu vonbrigði. Ástæðan sé meðal annars sú að tveir árgangar innan viðmiðunarstofnsins séu litlir. „Við þær aðstæður kemur hins vegar ekki til greina að falla í þá freistni að láta skammtímasjónarmið ráða för og fara gegn hinni vísindalegu ráðgjöf með tilheyrandi óvissu um meðal annars vottanir sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg. Gleymum því ekki um leið að viðmiðunarstofn þorsks, og annarra helstu nytjastofna, er sterkur og eru árgangar 2019 og 2020 um og yfir meðaltali. Því er ástæða til bjartsýni til lengri tíma litið. Sú staða er merki upp þann árangur sem náðst hefur í uppbyggingu þorskstofnsins og annarra helstu nytjastofna á undanförnum árum og er bein afleiðing þess að okkur Íslendingum hefur auðnast að stunda sjálfbærar veiðar með því að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Með því tryggjum við hagsmuni íslensks sjávarútvegs og samfélagsins alls til lengri tíma,“ er haft eftir Kristáni Þór.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira