Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 13:45 Dr. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglu. Vísir/Vilhelm Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“ Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira