Hamfarir hjá Heilsuvernd - Hvað kemur næst? Einar A. Brynjólfsson skrifar 23. júní 2021 12:31 Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Akureyri Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar