Lið Guðmundar svarar Hanning og segir ummæli hans fordæmalaus Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 11:01 Bob Hanning gerði allt vitlaust með ummælum sínum um þýsku landsliðsmennina hjá Melsungen. getty/Jan-Philipp Burmann Stjórnarmaður Melsungen segir að ásakanir Bobs Hannings, varaforseta þýska handknattleikssambandsins og framkvæmdastjóra Füchse Berlin, séu fordæmalausar. Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar. Þýski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Sex þýskir landsliðsmenn leika með Melsungen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Hanning lýsti yfir áhyggjum sínum af ástandinu hjá félaginu og sagði að engir af landsliðsmönnunum hjá því hafi bætt sig síðan þeir komu þangað. „Ég hef áhyggjur af því að hugarfarið sem er búið til innan Melsungen liðsins muni hafa slæm áhrif á gengi þýska landsliðsins. Það er áhyggjuefni að Melsungen hefur keypt til sín marga landsliðsmenn fyrir mikinn pening en hugarfar félagsins hefur ekki vaxið við það,“ sagði Bob Hanning í viðtali við Handball-world. „Enginn af þessum leikmönnum hefur bætt sig síðan að þeir fóru til Melsungen. Í besta falli þá eru þeir staðnaðir.“ Umræddir leikmenn eru Silvio Heinevetter, Julius Kühn, Finn Lemke, Kai Häfner, Tobias Reichmann og Timo Kastening. Axel Geerken, stjórnarmaður Melsungen, brást við ummælum Hannings og gagnrýndi þau. „Að háttsettur maður innan handknattleikssambandsins lýsi félagi á svona neikvæðan hátt er fordæmalaust. Ummæli Bobs Hanning eru bein árás á félagið okkar og leikmenn þess,“ sagði Geerken. Þrátt fyrir góðan mannskap hefur Melsungen ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 6. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og á ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Þá tapaði Melsungen fyrir Lemgo í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar. Geerken viðurkennir að árangurinn á tímabilinu sé ekki góður og enginn hjá Melsungen sé ánægður með hann, allra síst sexmenningarnir sem Hanning gagnrýndi. Geerken grunar að Hanning sé að búa sig undir að kenna Melsungen um mögulega slaka frammistöðu Þýskalands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það verður annað stórmót þýska liðsins undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Akureyringurinn velur þýska hópinn fyrir Ólympíuleikana á mánudaginn. Til að auka á dramatíkina mætast Melsungen og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og Elvar Örn Jónsson gengur í raðir liðsins í sumar.
Þýski handboltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sigurvegari Stokkhlóms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira