Seðlabanki braut ekki persónuverndarlög í máli Þorsteins Más Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 15:43 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafði ekki betur gegn Seðlabanka Íslands hjá Persónuvernd. Vísir/Vilhelm Seðlabanka Íslands bar ekki skylda til að eyða upplýsingum, sem bankinn lagði hald á við húsleit hjá Samherja, og hafði bankinn lagalega skyldu til að afhenda héraðssaksóknara upplýsingarnar. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja. Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum. Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Um er að ræða gögn og upplýsingar sem Seðlabanki aflaði með húsleit árið 2012. Voru þar meðal annars rafræn gögn, svo sem tölvupóstar Þorsteins Más, upplýsingar um fjármál hans og fleira. Þorsteinn var boðaður í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra vegna Samherjaskjalanna, svokölluðu, þar sem gögnin voru borin undir hann. Skattrannsóknarstjóri hafði fengið gögnin afhent af héraðssaksóknara, en honum bárust gögnin frá Seðlabankanum. Fram kemur í úrskurðinum að Þorsteinn hafi talið afhendingu þessara gagna brot á persónuverndarlögum og að Seðlabanka hafi borið skylda til að eyða gögnunum eftir að rannsókn bankans á Þorsteini Má og Samherja hafi lokið. Þorsteinn krafðist þess jafnframt að Persónuvernd færi í upplýsinga- og gagnaöflun um það hvaða skilyrði eða forsendur hafi verið hjá héraðsdómi, sem heimilaði leitina, fyrir húsleit hjá Samherja og hvort þær forsendur hafi verið brotnar. Þá væri nauðsynlegt að kanna nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. Óljóst væri af svörum Seðlabanka hvaða gögn væru enn í vörslu bankans. Máli Seðlabanka, Samherja og Þorsteins Más lauk þegar Hæstiréttur felldi úr gildi 15 milljóna króna sekt á hendur Samherja og Þorsteini fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Bankanum var í kjölfarið gert að greiða Þorsteini Má 2,5 milljónir króna í miskabætur. Í svari Seðlabankans við umkvörtunum Þorsteins segir að gögnin um hann og Samherja hafi verið í læstum geymslum og að aðeins örfáir starfsmenn bankans hafi haft aðgang að þeim. Þá hafi varðveisla gagnanna byggst á lögum og að bankinn sé sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem beri að afhenda Þjóðskjalasafni skjöl sín. Bankanum hafi jafnframt borið skylda til að afhenda héraðssaksóknara gögnin. „Afhending gagnanna hafi að mati Seðlabankans verið allt í senn lögmæt, skýr og gerð í málefnalegum tilgangi enda hafi það verið mat embættis héraðssaksóknara að gögnin gætu haft sönnunargildi við yfirstandandi rannsókn á málefnum [Samherja],“ segir í úrskurðinum.
Samherji og Seðlabankinn Persónuvernd Tengdar fréttir Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39 Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40 Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Kæra Seðlabankans á hendur Samherja komin fram Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabanka Íslands í dag kom í fyrsta sinn opinberlega fram fyrir hvað Seðlabankinn kærði Samherja árið 2013. 9. september 2020 19:39
Seðlabankinn sýknaður af kröfu Samherja en Þorsteinn Már fær 2,5 milljónir Seðlabankinn þarf að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, 2,5 milljónir í skaðabætur vegna Samherjamálsins svokallaða. Seðlabankinn var hins vegar sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna málsins. 30. október 2020 13:40
Samherji hyggst áfrýja dómnum Seðlabankinn var í dag sýknaður af 316 milljóna króna kröfu Samherja vegna Samherjamálsins svokallaða. 30. október 2020 17:27