Evrópusambandið vill draga úr framboði á bresku sjónvarpsefni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 23:33 Breskt drama hefur lengi verið langvinsælasta evrópska sjónvarpsefnið. getty/Richard Baker Evrópusambandið hyggst skerða hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum eftir að Bretland gekk úr sambandinu. Bretland er stærsti framleiðandi sjónvarpsefnis í Evrópu með mikil yfirráð á þeim markaði. Í óbirtu minnisblaði frá Evrópusambandinu, sem breski miðillinn The Guardian segist hafa lesið, er yfirráðum Bretlands á sjónvarpsmarkaðinum lýst sem ógn við menningarfjölbreytni Evrópusambandsríkjanna. Samkvæmt núverandi reglum sambandsins verður allavega þrjátíu prósent af því efni sem sjónvarpsstöðvar aðildarríkjanna sýna að vera evrópskt. Sum ríki hafa tekið þetta enn lengra, til dæmis Frakkland en þar verður sextíu prósent sjónvarpsefnis að vera evrópskt. Breskt efni flokkast auðvitað sem evrópskt í þessu kvótakerfi en Evrópusambandið hefur nú áhyggjur af því að langstærstur hluti þess evrópska efnis sem aðildarríkin sýna sé breskt. Það ógni stöðu kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar annarra evrópskra ríkja, sérstaklega þeirra sem eru smærri og með tungumál sem færri tala. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú verið falið að greina hættuna sem steðjar að menningarfjölbreytni aðildarríkjanna vegna bresks sjónvarpsefnis. Heimildir The Guardian herma að þetta sé fyrsta skref sambandsins í því að draga úr hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum. Bíó og sjónvarp Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Í óbirtu minnisblaði frá Evrópusambandinu, sem breski miðillinn The Guardian segist hafa lesið, er yfirráðum Bretlands á sjónvarpsmarkaðinum lýst sem ógn við menningarfjölbreytni Evrópusambandsríkjanna. Samkvæmt núverandi reglum sambandsins verður allavega þrjátíu prósent af því efni sem sjónvarpsstöðvar aðildarríkjanna sýna að vera evrópskt. Sum ríki hafa tekið þetta enn lengra, til dæmis Frakkland en þar verður sextíu prósent sjónvarpsefnis að vera evrópskt. Breskt efni flokkast auðvitað sem evrópskt í þessu kvótakerfi en Evrópusambandið hefur nú áhyggjur af því að langstærstur hluti þess evrópska efnis sem aðildarríkin sýna sé breskt. Það ógni stöðu kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar annarra evrópskra ríkja, sérstaklega þeirra sem eru smærri og með tungumál sem færri tala. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur nú verið falið að greina hættuna sem steðjar að menningarfjölbreytni aðildarríkjanna vegna bresks sjónvarpsefnis. Heimildir The Guardian herma að þetta sé fyrsta skref sambandsins í því að draga úr hlut breskra sjónvarpsframleiðenda á mörkuðum sínum.
Bíó og sjónvarp Evrópusambandið Bretland Brexit Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira