Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Árni Sæberg skrifar 21. júní 2021 23:05 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir og Einar Hansen Tómasson hjá Íslandsstofu ræddu um áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi á ferðaþjónustuna. Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu og Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland, ræddu áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi í Reykjavík Síðdegis í dag. Tilefnið var gott gengi sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu. Film in Iceland er verkefni á vegum Íslandsstofu sem starfrækt hefur verið frá árinu 2001. Markmið þess er að laða erlenda framleiðendur til landsins. Það er gert með landkynningu og sérstakri kynningu á lögum um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Endurgreiðsla á kostnaði við kvikmyndagerð er stór hluti af því sem laðar erlenda kvikmyndaframleiðendur hingað til lands. Ýmsir hagsmunaðilar hafa hvatt íslensk stjórnvöld til að hækka endurgreiðsluna. Aðspurður um það hvort endurgreiðslur mættu vera hærri segir Einar að hann reyni að skipta sér sem minnst af pólitíkinni en segir að víða séu endurgreiðslur hærri og um mikinn samkeppnismarkað sé að ræða. Þá sé endurgreiðslan ekki það helsta sem laðar framleiðendur að landinu. „Náttúran er aðal aðdráttaraflið en svo má ekki gleyma þessu frábæra fólki sem er að vinna að þessum verkefnum hér á landi. Allir framleiðendur sem ég hef talað við hafa lofað gæði þessa fólks og dugnað,“ segir hann. Einar segir að þegar þættirnir Game of Thrones voru fyrst teknir upp hér á landi hafi gríðarstórt framleiðslulið fylgt framleiðslunni en að fljótlega hafi framleiðendur þáttanna séð að það væri óþarfi. Hægt hafi verið að reiða sig á innlent framleiðslulið með tilheyrandi hagkvæmni. Klippa: Reykjavík síðdegis - Um 40% ferðamanna hafa fengið hugmyndina af Íslandsferð úr kvikmyndum eða þáttaröðum „Þetta hjálpar náttúrulega tvímælalaust“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að ferðamenn séu spurðir reglulega hvaðan þeir hafi fengið hugmynd að íslandsferð. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2019 segjast 40 prósent ferðamanna hafa fengið hugmyndina í gegn um afþreyingarefni, sér í lagi myndefni sem sýnir íslenska náttúru. „Þetta hefur verið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, þetta mikla framboð af efni sem við höfum séð undanfarin ár,“ segir Sigríður Dögg. Til dæmis er nefnt í þættinum að í Stykkishólmi segja heimamenn að margir ferðamenn komi gagngert til bæjarins til þess að berja höfnina augum, en við höfnina gerðist veigamikið atriði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Kvikmyndin var tekin upp á Íslandi árið 2012. Aðspurður segir Einar að Íslandsstofa bendi erlendum ferðamönnum á hvar þeir geti fundið tökustaði sem þeir kannast við úr afþreyingarefni. Nýverið lét stofan útbúa fyrir sig myndbönd sem kynna tökustaði á Íslandi sérstaklega. Einar nefnir að fyrir heimsfaraldur hafi verið boðið upp á sérstakar Game of Thrones ferðir. Einar segir að árið 2016 hafi hlutur þeirra ferðamanna, sem komu vegna landkynningar í kvikmyndum, í heildarveltu ferðaþjónustunnar verið rúmir sjötíu milljarðar. Árið 2016 voru helmingi færri ferðamenn, sem sögðust hafa fengið hugmyndina að íslandsferð í gegn um afþreyingarefni, en árið 2019. Afléttingar ferðatakmarkana eru mikilvægar Íslandsstofa hefur tekið eftir auknum ferðabókunum frá Bandaríkjunum en ferðamenn þaðan eru langflestir bólusettir. „Það skiptir mjög miklu máli að íslensk stjórnvöld ákváðu að opna fyrir ferðir erlendra, bólusettra ferðamanna, utan Schengen,“ segir Sigríður. Sigríður segir að nú sé miklu bjartara yfir íslenskri ferðaþjónustu en var fyrir nokkrum vikum. Það sé aðallega vegna þess að afléttingar ferðatakmarkana gefa rekstraraðilum von á góðu ferðasumri. Vænta má að nýútgefin Katla muni laða hingað að mikinn fjölda ferðamanna nú þegar ferðamönnum er frjálsara að koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu og Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland, ræddu áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi í Reykjavík Síðdegis í dag. Tilefnið var gott gengi sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu. Film in Iceland er verkefni á vegum Íslandsstofu sem starfrækt hefur verið frá árinu 2001. Markmið þess er að laða erlenda framleiðendur til landsins. Það er gert með landkynningu og sérstakri kynningu á lögum um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Endurgreiðsla á kostnaði við kvikmyndagerð er stór hluti af því sem laðar erlenda kvikmyndaframleiðendur hingað til lands. Ýmsir hagsmunaðilar hafa hvatt íslensk stjórnvöld til að hækka endurgreiðsluna. Aðspurður um það hvort endurgreiðslur mættu vera hærri segir Einar að hann reyni að skipta sér sem minnst af pólitíkinni en segir að víða séu endurgreiðslur hærri og um mikinn samkeppnismarkað sé að ræða. Þá sé endurgreiðslan ekki það helsta sem laðar framleiðendur að landinu. „Náttúran er aðal aðdráttaraflið en svo má ekki gleyma þessu frábæra fólki sem er að vinna að þessum verkefnum hér á landi. Allir framleiðendur sem ég hef talað við hafa lofað gæði þessa fólks og dugnað,“ segir hann. Einar segir að þegar þættirnir Game of Thrones voru fyrst teknir upp hér á landi hafi gríðarstórt framleiðslulið fylgt framleiðslunni en að fljótlega hafi framleiðendur þáttanna séð að það væri óþarfi. Hægt hafi verið að reiða sig á innlent framleiðslulið með tilheyrandi hagkvæmni. Klippa: Reykjavík síðdegis - Um 40% ferðamanna hafa fengið hugmyndina af Íslandsferð úr kvikmyndum eða þáttaröðum „Þetta hjálpar náttúrulega tvímælalaust“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að ferðamenn séu spurðir reglulega hvaðan þeir hafi fengið hugmynd að íslandsferð. Samkvæmt nýjustu tölum frá 2019 segjast 40 prósent ferðamanna hafa fengið hugmyndina í gegn um afþreyingarefni, sér í lagi myndefni sem sýnir íslenska náttúru. „Þetta hefur verið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, þetta mikla framboð af efni sem við höfum séð undanfarin ár,“ segir Sigríður Dögg. Til dæmis er nefnt í þættinum að í Stykkishólmi segja heimamenn að margir ferðamenn komi gagngert til bæjarins til þess að berja höfnina augum, en við höfnina gerðist veigamikið atriði í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Kvikmyndin var tekin upp á Íslandi árið 2012. Aðspurður segir Einar að Íslandsstofa bendi erlendum ferðamönnum á hvar þeir geti fundið tökustaði sem þeir kannast við úr afþreyingarefni. Nýverið lét stofan útbúa fyrir sig myndbönd sem kynna tökustaði á Íslandi sérstaklega. Einar nefnir að fyrir heimsfaraldur hafi verið boðið upp á sérstakar Game of Thrones ferðir. Einar segir að árið 2016 hafi hlutur þeirra ferðamanna, sem komu vegna landkynningar í kvikmyndum, í heildarveltu ferðaþjónustunnar verið rúmir sjötíu milljarðar. Árið 2016 voru helmingi færri ferðamenn, sem sögðust hafa fengið hugmyndina að íslandsferð í gegn um afþreyingarefni, en árið 2019. Afléttingar ferðatakmarkana eru mikilvægar Íslandsstofa hefur tekið eftir auknum ferðabókunum frá Bandaríkjunum en ferðamenn þaðan eru langflestir bólusettir. „Það skiptir mjög miklu máli að íslensk stjórnvöld ákváðu að opna fyrir ferðir erlendra, bólusettra ferðamanna, utan Schengen,“ segir Sigríður. Sigríður segir að nú sé miklu bjartara yfir íslenskri ferðaþjónustu en var fyrir nokkrum vikum. Það sé aðallega vegna þess að afléttingar ferðatakmarkana gefa rekstraraðilum von á góðu ferðasumri. Vænta má að nýútgefin Katla muni laða hingað að mikinn fjölda ferðamanna nú þegar ferðamönnum er frjálsara að koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira