Huga að því að refsa Rússum vegna Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2021 08:27 Biden og Pútín funduðu í Genf í síðustu viku. Þar varaði Biden við því að það hefði afleiðingar í för með sér ef eitthvað henti Alexei Navalní í fangelsinu í Rússlandi. Vísir/EPA Bandaríkjastjórn leggur nú drög að frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna taugaeiturstilræðisins gegn Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Þetta segir þjóðaröryggisráðgjafi Joes Biden Bandaríkjaforseta innan við viku eftir leiðtogafund Biden og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Stjórn Biden lagði viðskiptaþvinganir á Rússland vegna tilræðisins og fangelsunar Navalní í apríl. Þær aðgerðir beindust þó ekki sérstaklega að Pútín eða ólígörkunum sem styðja veldi hans, að sögn New York Times. Eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu novitjok í Rússlandi í ágúst í fyrra. Að kröfu aðstandenda hans var hann fluttur í dái á sjúkrahús í Þýskalandi. Navalní komst af og ákvað að snúa aftur til heimalandsins í janúar. Þar var hann handtekinn við komuna, sakaður um að hafa rofið skilorð eldri dóms með því að gefa sig ekki reglulega fram við yfirvöld á meðan hann lá í dái og jafnaði sig á eitruninni í Þýskalandi. Rússneskur dómstóll dæmdi Navalní í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að rjúfa skilorð í febrúar. Síðan þá hefur stjórn Pútín reynt að ganga á milli bols og höfuðs á samtökum Navalní. Þau voru lýst ólögleg öfgasamtök fyrr í þessum mánuði en það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram í þingkosningum í haust. Fjöldi þeirra hefur jafnframt verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarna mánuði. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Biden, sagði í viðtali gær að unnið væri að enn frekari viðskiptaþvingunum vegna meðferðar rússneskra stjórnvalda á Navalní. Hann gaf þó ekki upp innihald aðgerðanna eða hvenær þeim yrði komið á. Stjórnin vildi tryggja að aðgerðirnar beindust að réttu einstaklingunum. „Þegar við gerum það leggjum við að frekari þvinganir varðandi efnavopn,“ sagði Sullivan við CNN-sjónvarpsstöðina. Biden og Pútín funduðu í Sviss á miðvikudag og lýsti þeir honum báðir sem jákvæðum. Að fundi loknum sagði Biden blaðamönnum að hann hefði gert Pútín ljóst að hann mætti vænta afleiðinga ef Navalní létist í rússnesku fangelsi.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Biden ánægður með fundinn en hóflega bjartsýnn Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst ánægður með fund sinn við rússneska kollega sinn, Vladímír Pútín. Forsetarnir funduðu í Genf í Sviss í dag. 16. júní 2021 21:11
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46