Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Valsmenn mæta til leiks með þriggja marka forskot frá því í fyrri leiknum við Hauka. Vísir/Elín Björg Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira
Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Sjá meira