Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 14:13 Slysið var í ágúst 2017, en fyrir dómi var sérstaklega deilt um gólfdúk sem hafði þá verið nýlagður. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira