Leggja til 13% lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2021 10:26 Hafró kynnti ráðgjöf sína fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í dag. Vísir/Egill Hafrannsóknastofnun leggur til að sjávarútvegsráðherra lækki þorskkvóta um 13% á þessu fiskveiðiári. Vísar stofnunin til ofmats á stærð þorskstofnsins undanfarin ár og lítilla árganga. Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%. Sjávarútvegur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Heildarafli þorsks á fiskveiðiárinu 2021/2022 lækkar úr 256.593 tonnum í 222.737 tonn fari ráðherra að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þorskstofninn sé enn mjög sterkur og ef að frá eru talin undanfarin fimm ár hafi hann ekki verið stærri í fjörutíu ár. Sókn sé þó enn nærri sögulegu lágmarki. Árgangar frá 2013 og 2016 séu litlir og þeir hafi umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofns þorsks. Meginuppistaðan í þyngd stofnsins sé fjögurra til níu ára gamall þorskur tveir af þeim sex árgöngum séu slakir. Þá segir Hafró að stofnmatið á þorski í ár sýni að stærð stofnsins hafi verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 afi verið ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat. „Gert er ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmiðunarstofninn eftir 2-3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi,“ segir í tilkynningu Hafró. 11% hækkun á ýsukvóta Kvóti á ýsu hækkar um 11% frá yfirstandandi fiskveiði ári og verður samkvæmt aflareglu 50.429 tonn. Hafró áætlar að viðmiðunarstofn ýsu haldi áfram að vaxa næstu tvö árin. Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár. Hafró segir nýliðun gullkarfa hafa verið mjög slaka undanfarin áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð sé að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn. Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumargotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgangur 2017 er metinn stór og kemur inn í viðmiðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022 eða um 104%.
Sjávarútvegur Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira