Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast um að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 12:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, geta báðir orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Samsett/Hulda Margrét og Bára Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum. Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira