„Stærsta kerfisbreyting í málaflokki barna undanfarna áratugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:05 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir frumvörp í barnamálum. Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi frumvörp feli í sér mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann. Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann.
Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45
Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11