Eyjamenn hafa ekki tapað á Hlíðarenda í fjögur ár en þurfa 3-4 marka sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 14:02 Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna hér að stöðva Kára Kristján Kristjánsson. vísir/elín björg Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira