Eyjamenn hafa ekki tapað á Hlíðarenda í fjögur ár en þurfa 3-4 marka sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 14:02 Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna hér að stöðva Kára Kristján Kristjánsson. vísir/elín björg Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira