Grípa til smáauglýsinga vegna lítillar trúar á verkfærum þingmanna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júní 2021 11:54 Viðreisn birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umsvif stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Þingmenn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin samþykkt í þinginu fyrir jól. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira