Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:10 Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra. Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra.
Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira