Svanasöngur og kosningaloforð í síðustu eldhúsdagsumræðum kjörtímabilsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:11 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna tók þátt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í hinsta sinn. Hann kveður stjórnmálin að loknu kjörtímabili eftir hátt í fjörutíu ára þingsetu. vísir/vilhelm Kosningaloforð og gagnrýni á ríkisstjórnina lituðu síðustu eldhúsdagsumræður kjörtímabilsins sem fóru fram á Alþingi í gærkvöldi. Steingrímur J. Sigfússon flutti þar hinstu uppgjörsræðuna eftir hátt í fjörtíu ára þingsetu. Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Í eldhúsdagsumræðum er þingveturinn gerður upp og nú sá síðasti á kjörtímabilinu. Einungis þrír þingfundir eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis þótt líklegt sé að einhverjum dögum verði bætt við til þess að afgreiða ókláruð mál. Umræður gærkvöldsins lituðust af þessu og fast var skotið á ríkisstjórnina á köflum. Það gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sem steig fyrstur í pontu. „Núverandi ríkisstjórn hefur ekki reynst vel. Hún hefur átt sína bestu daga í skjóli faraldursins. Því minna sem rætt var um stjórnmál, því betra fyrir ríkisstjórnina, stjórn sem mynduð var sem kerfisstjórn, hagsmunabandalag sem snerist um að skipta á milli sín ráðherrastólum fremur en pólitíska sýn,“ sagði Sigmundur Davíð. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata sem sagði sig úr Vinstri Grænum á kjörtímabilinu, sagði ótta sinn um að flokkurinn yrði samdauna samstarfsflokkum sínum hafa raungerst; þeirra helstu áherslur hafi ekki náð í gegnum þingið. „Meira að segja mál sem áttu að vera vel varin í stjórnarsáttmálanum hafa átt erfitt uppdráttar á kjörtímabilinu. Eins og sést kannski skýrast á hálendisþjóðgarðinum, þar sem andstaðan hefur verið lang mest innan stjórnarliðsins,“ sagði Andrés. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna, sló á þetta „Ég tel að það sem þetta kjörtímabil hafi sannað er að Vinstri hreyfingin grænt framboð er afl sem þorir því þarf kjark til þess að stíga inn og leiða umdeilt ríkisstjórnarsamstarf með pólitískum andstæðingum,“ sagði Bjarkey. Hún benti á mál sem hafa verið kláruð á kjörtímabilinu, líkt og lenging fæðingarorlofs, þrepaskipt skattkerfi, hækkun barnabóta, hlutdeildarlán til íbúðarkaupa og sagði forrystuna í faraldrinum hafa verið trausta. „Takk Svandís, takk þríeyki og takk þið öll sem hafið staðið ykkur svo frábærlega vel í gegnum þennan faraldur,“ sagði Bjarkey. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi framgöngu ríkisstjórnarinnar í málum Samherja, sagði hana hafa kæft einkaframtak í heilbrigðiskerfinu og lagði áherslu á evruna. „Viðreisn vill tryggja stöðugleika og sambærilegt viðskiptafrelsi og nágrannalönd okkar njóta, með því að víkka út EES-samninginn og semja við Evrópusambandið um að tengja krónuna við evru, eins og Danir gera,“ sagði Þorgerður Katrín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og þingmaður Vinstri Grænna, flutti sína síðustu ræðu á eldhúsdegi eftir 38 ára ára þingsetu og hvatti þingmenn til að vinna að því að auka traust og virðingu Alþingis. „Jafn eðlilegt og það er að takast á og nauðsynlegt að gagnrýna það sem er gagnrýnivert er það á hinn bóginn skaðlegt og ómaklegt að úthrópa Alþingi sem ómögulegan vinnustað, sem það er ekki, og tala niður sitt eigið starf í leiðinni. Látum af því,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira