Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva Snorri Másson skrifar 7. júní 2021 16:55 Stjörnu-Sævar fær Janssen á fimmtudaginn, karl fæddur 1984. Vísir Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu. Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021 Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021
Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira