Frelsaði fórnarlömb Auschwitz 21 árs og varð síðar heimsþekktur skylmingakappi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 08:30 David Dushman vissi ekki um tilvist Auschwitz þegar herdeild hans bar þar að og það var ekki fyrr en nokkru seinna að hann komast að því hvaða voðaverk hefðu verið framin þar. AP/Markus Schreiber „Þau stóðu þarna, öll í fangaklæðum... augu, bara augu; þetta var hræðilegt, alveg hræðilegt.“ Þannig lýsti David Dushman aðkomunni þegar hann og félagar hans óku niður gaddavírsgirðingarnar í Auschwitz 27. janúar 1945. Dushman er látinn, síðastur þeirra sem komu að því að frelsa eftirlifandi fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðunum alræmdu, þar sem 1,1 milljón var myrt í seinni heimstyrjöldinni. Hann var 98 ára. Dushman var aðeins 21 árs þegar herdeildin hans kom að Auschwitz. Þá var hann einn af aðeins 69 af 12 þúsund hermönnum hersveitarinnar sem lifðu stríðið. Dushman særðist alvarlega og missti lunga en varð engu að síður einn fremsti skylmingamaður Sovétríkjanna og einn besti þjálfari greinarinnar, samkvæmt Alþjóðlegu Ólympíunefndinni. Dushman þjálfaði kvennalið Sovétríkjanna í meira en 30 ár og varð vitni að hryðjuverkaárásinni á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. „Við heyrðum byssuskot og nið frá þyrlum fyrir ofan okkur. Við bjuggum hinum megin frá ísraelska liðinu. Við og allt hitt íþróttafólkið vorum skelfingu lostin,“ sagði hann í samtali við Abendzeitung árið 2018. „Þegar við kynntumst árið 1970 bauð hann mér strax vináttu og ráðgjöf, þrátt fyrir persónulega reynslu sína af seinni heimstyrjöldinni og Auschwitz og þá staðreynd að hann væri gyðingur,“ segir Thomas Bach, skylmingakappi og forseti Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar. Dushman kenndi skylmingar þar til fyrir fjórum árum. Hernaður Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Sovétríkin Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Dushman er látinn, síðastur þeirra sem komu að því að frelsa eftirlifandi fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðunum alræmdu, þar sem 1,1 milljón var myrt í seinni heimstyrjöldinni. Hann var 98 ára. Dushman var aðeins 21 árs þegar herdeildin hans kom að Auschwitz. Þá var hann einn af aðeins 69 af 12 þúsund hermönnum hersveitarinnar sem lifðu stríðið. Dushman særðist alvarlega og missti lunga en varð engu að síður einn fremsti skylmingamaður Sovétríkjanna og einn besti þjálfari greinarinnar, samkvæmt Alþjóðlegu Ólympíunefndinni. Dushman þjálfaði kvennalið Sovétríkjanna í meira en 30 ár og varð vitni að hryðjuverkaárásinni á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. „Við heyrðum byssuskot og nið frá þyrlum fyrir ofan okkur. Við bjuggum hinum megin frá ísraelska liðinu. Við og allt hitt íþróttafólkið vorum skelfingu lostin,“ sagði hann í samtali við Abendzeitung árið 2018. „Þegar við kynntumst árið 1970 bauð hann mér strax vináttu og ráðgjöf, þrátt fyrir persónulega reynslu sína af seinni heimstyrjöldinni og Auschwitz og þá staðreynd að hann væri gyðingur,“ segir Thomas Bach, skylmingakappi og forseti Alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar. Dushman kenndi skylmingar þar til fyrir fjórum árum.
Hernaður Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Andlát Sovétríkin Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira