Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 20:14 Helgi Hrafn er efins um reglugerðarbreytingu dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Nú þarf aðeins að vera fyrir hendi grunur, en ekki „rökstuddur grunur“ sem þingmaður Pírata segir að muni þýða að lögreglan geti gripið til inngripsmikilla aðferða meira og minna eftir geðþótta. Helgi Hrafn Gunnarsson gagnrýnir að ráðherra hafi svo víðtækar heimildir til breytinga á störfum lögreglu án aðkomu Alþingis, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir veitti þessar auknu heimildir með útgáfu reglugerðar hinn 17. maí. Helgi Hrafn telur að þær heimildir sem veittar eru í reglugerðinni hafi lagastoð en furðar sig á að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir til að færa lögreglu aukið vald yfir borgurunum. „Reglugerðarheimildin í lögum er mjög víð og gefur ráðherra mjög mikið rými, miklu meira rými en ég tel eðlilegt til að heimila svona sérstakar aðferðir. Þess má geta að þessar aðferðir sem þarna er fjallað um kallast sérstakar og þóttu alla vega þegar lögin voru sett, óhefðbundnar og inngripsmiklar. Það er fullt tilefni til að fara varlega með svona heimildir og fullt tilefni til að löggjafinn sé með aðhald gagnvart þeim.“ Helgi segir að lögreglan sé valdastofnun, sem megi ekki hafa meira vald en borgararnir telji réttlætanlegt. „Lögregluyfirvöld vilja alltaf meiri valdheimildir. Ástæðan er einfaldlega sú að það er auðvitað auðveldara fyrir lögregluna að vinna með það að þurfa bara að hafa grun, en ekki rökstuddan grun.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að breytingarnar hafi verið gerðir eftir ábendingar frá ríkissaksóknara. „Þetta er í betra samræmi við lögin. Það var talið að reglugerðin þrengdi um of að heimildunum miðað við lögin. Við erum að bregðast við þessu og þetta er eitt af þeim skrefum sem við erum að taka til að geta varist betur skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.“ Mega sigla undir fölsku flaggi Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Lögreglan Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira