Spenntar fyrir sprautunni þótt þær séu með þeim síðustu í röðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2021 22:26 Birgitta Birgisdóttir og Karlotta Guðjónsdóttir lentu í síðustu vikunni af þremur sem dregið var um í bólusetningarröðun í dag. Þær láta það þó ekki á sig fá og hlakka til að fá sprautu. Vísir Margir hafa eflaust beðið spenntir þegar árgangar voru dregnir upp úr potti í dag til að ákveða röð bólusetninga næstu þrjár vikurnar. Karlar fæddir 1979 voru fyrstir upp úr pottinum og konur fæddar 1985 síðastar. Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Allir forgangshópar hafa nú verið boðaðir í bólusetningu. Þúsundir fylgdust með í beinni útsendingu á Vísi í morgun þegar restinni, fimmtíu og fjórum hópum, var raðað niður. Röðina má nálgast í fréttinni hér fyrir neðan. Hópunum er skipt jafnt niður á næstu þrjár vikur og fyrstu hóparnir hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu í byrjun næstu viku. Gangi áætlanir eftir verða síðustu hóparnir búnir að fá sprautu 25. júní. En hvernig tóku landsmenn í bólusetningarlottóið í dag? Ljóst er að fólk sat mislímt við skjáinn. „Ég missti af því,“ sagði Íris Hrund Stefánsdóttir hársnyrtir þegar fréttastofa náði tali af henni í Kringlunni í dag. Ætlarðu að fara þegar þú færð boð? „Já, klárlega. Við fyrsta tækifæri.“ Drátturinn „sirkus“ Og skiptar skoðanir voru á drættinum. „Af hverju ekki að vera með einhverja áætlun, plan? Og vinna sig í gegnum það. Mér finnst þetta eiginlega sirkus, orðið,“ sagði Jökull Veigarsson, háskólanemi. Allir hugðust þó þiggja sprautuna. „Ég væri alveg til í að komast að fyrr en maður verður bara að þakka fyrir þetta allavega að fá í júní,“ sagði Karlotta Guðjónsdóttir flugmaður sem fædd er 1990 og verður því, ef allt gengur að óskum, bólusett í þriðju vikunni. Ertu spennt fyrir því að mæta í bólusetningu? „Já, sannarlega. Það er mikið af ferðalögum framundan þannig að það verður gott að komast að.“ Mjög spennt að mæta Birgitta Birgisdóttir starfsmaður Keiluhallarinnar er fædd árið 1994 og var því einnig dregin í þessari lokaviku handahófsbólusetninga. „Ég er síðust, já.“ Og hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara allt í lagi.“ Og ætlarðu að mæta þegar þú færð boðið? „Já, ég er mjög spennt að mæta.“ Yfir hundrað þúsund manns eru nú fullbólusettir á landinu, eða 34 prósent íbúa sextán ára og eldri, samkvæmt tölum á Covid.is. 63,5 prósent hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu. Fáist nógu mikið bóluefni gætu því að minnsta kosti 82 prósent hafa fengið fyrri sprautuna eftir þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira