Faðir Aguero segir að Guardiola hafi grátið krókódílstárum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 09:00 Pep Guardiola gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann talað um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik Argentínumannsins fyrir Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Pep Guardiola talaði vel um Sergio Aguero þegar markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City kvaddi en það er að minnsta kosti einn úr fjölskyldu Aguero sem telur að Guardiola hafa bara verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira