Faðir Aguero segir að Guardiola hafi grátið krókódílstárum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 09:00 Pep Guardiola gat ekki haldið aftur af tárunum þegar hann talað um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik Argentínumannsins fyrir Manchester City. EPA-EFE/Dave Thompson Pep Guardiola talaði vel um Sergio Aguero þegar markahæsti og sigursælasti leikmaður Manchester City kvaddi en það er að minnsta kosti einn úr fjölskyldu Aguero sem telur að Guardiola hafa bara verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Sergio Aguero hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester City og mun spila fyrir Barcelona á næstu leiktíð. Síðustu mánuðir voru erfiðir fyrir Aguero sem var að glíma við meiðsli og svo við það að hann fékk ekki mikinn spilatíma hjá knattspyrnustjóranum Pep Guardiola. Hinn 33 ára gamli Argentínumaður rann út á samning í sumar og hefur nú samið við Barcelona á Spáni. Pep Guardiola grét þegar hann var að tala um Sergio Aguero eftir síðasta deildarleik framherjans. City hafði þá unnið 5-0 sigur á Everton og Aguero skoraði tvö mörk þrátt fyrir að hafa ekki komið inn á völlinn fyrr en á 65. mínútu. Sergio Aguero's dad has accused Pep Guardiola of crying fake tears over his son's Man City exit pic.twitter.com/0fjpsZOlBk— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2021 Leonel del Castillo sá hins vegar ekki sönn tár renna hjá knattspyrnustjóranum og heldur því fram að að þetta hafi verið uppgerð hjá Pep og fölsk tár. Spænski stjórinn hafi aðeins verið að setja upp leiksýningu fyrir myndavélarnar. Leonel var spurður út í blaðamannafund Pep. „Ég trúi honum ekki. Nei, það geri ég ekki. Ég held að hann hafi aldrei vilja hann [Aguero],“ sagði Leonel del Castillo. Og voru þá tárin fyrir myndavélarnar? „Auðvitað. Hann vill vera stjarnan í öllum liðum sínum í stað leikmannanna,“ sagði Leonel Sergio Aguero's dad accuses Pep Guardiola of 'fake tears' in astonishing rant https://t.co/XoVo4yBbAK pic.twitter.com/ShV5XY3SJZ— Mirror Football (@MirrorFootball) June 3, 2021 „Þetta er ótrúlegt. Hann [Guardiola] segir að enginn geti komið í staðinn fyrir hann en hann er samt ekki með hann í liðinu. Svona er bara Guardiola sem er frábær þjálfari. Hann er alltaf að breyta um leikmenn og þú veist aldrei hvort þú ert að fara að byrja eða ekki,“ sagði Leonel. Það kom líka fram í spjallinu að Sergio Aguero vildi framlengja við Manchester City en að samningstilboðið hefði aldrei komið. Sergio Aguero skoraði 260 mörk í 390 leikjum með Manchester City þar af 184 mörk í 275 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira