10 þúsund milljónir á 3 árum Vigdís Hauksdóttir skrifar 2. júní 2021 17:46 Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Reykjavíkurborg er sveitarfélag sem samkvæmt lögum ber að halda uppi lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu. Sú þjónusta er í molum og borgarsjóður er yfirskuldsettur. Áætlað er að taka 34 milljarða króna rekstrarlán á árinu 2021. Þá er farið í „stafræna umbreytingu“ Reykjavíkur og er áætlað að 10 milljarðar fari í verkefnið á næstu 3 árum. Hér er skýrt dæmi um gæluverkefnavæðingu borgarstjóra og meirihlutans á kostnað skylduþjónustu við borgarbúa. Kerfið leikur lausum hala og leikur sér. Hér er listi yfir þau verkefni sem búið er að kynna fyrir borgarráðsmönnum og eins og sjá má eru flest verkefnin óskiljanleg peningasóun. Verkefni Upphæð Nýtt síma og samskiptakerfi 180 milljónir Endurnýjun á netskápum og netskiptum 350 milljónir Allsherjar innleiðing á fjarfundarbúnaði 160 milljónir Innleiðing Microsoft Office 365 á alla starfstaði borgarinnar 605 milljónir Innleiðing á kerfi til að halda utan um hugbúnaðarleyfi og búnað 40 milljónir Upphaf innleiðingu á alþjónustu á prentumhverfi 50 milljónir Rafrænt fræðslukerfi 50 milljónir Úthýsing tölvuvélasala í gagnaver og öryggis- og aðgangskerfi í stjórnsýsluhús 205 milljónir Innkaup og innleiðing á öryggis- og aðgangskerfi stjórnsýsluhúsa 50 milljónir Gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin 2,4 milljarðar - 57 ný stöðugildi Rafrænt starfsumsóknarkerfi 50 milljónir Innleiðing og þroún á gagnavinnslustöð 90 milljónir Umbætur á veflægu viðburðardagatali 10 milljónir Innkaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar 10 milljónir Innkaup á gæða- og öryggiskerfi til að halda utan um og hafa eftirlit með heilsu vefsvæða borgarinnar 15 milljónir Kaup á og uppsetning á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og kaup á vinnu við yfirlestur 10 milljónir Innkaup og innleiðing á innanhúsleiðsögukorti fyrir stjórnsýsluhús 11 milljónir Samtals 4.286 milljónir Enn á eftir að kynna verkefni fyrir tæpa 6 milljarða!!! Alvarlegasti hluturinn í þessu fyrir utan 10 milljarða fjárútlát er að hvert einasta verkefni/verkefnalýsing er lagt fram fyrir kjörna fulltrúa trúnaðarmerkt. Hvað á það að tilstilla? Hvað þolir ekki dagsljósið? Hvers vegna mega borgarbúar ekki sjá í hvaða vitleysu peningarnir eru að fara? Allt gerist þetta á vakt Pírata í borgarstjórn sem eru með allt aðra skoðun en Píratar á þingi sem heimta gagnsæi á hverjum degi. Það sem slær mig mest er verkefnið gangsetning stafrænna þróunarteyma og heimild til að hefja verkefnin. Sá kostnaðarliður er áætlaður 2,4 milljarðar með 57 nýjum stöðugildum. Ég segi enn og aftur að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag. Ætlar einhver að halda því fram að það myndi ekki borga sig að bjóða út þessi verkefni? Það er illa vegið að hugbúnaðarfyrirtækjum þessa lands að sækja ekki þjónustu til þeirra. Og þá er spurt – hvers vegna í ósköpunum er Reykjavíkurborg að hefja samkveppni við einkageirann um hæfasta starfsfólkið í þessum geira? Ég er algjörlega orðlaus. En þá skulum við setja 10 milljarðana í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Í greinargerð með umsókninni að bandalaginu kemur fram að Reykjavík hefur lagt upp í metnaðarfulla stafræna vegferð sem miðar að því að umbylta allri þjónustu borgarinnar á næstu 3-5 árum. Gerist Reykjavíkurborg aðili að bandalagi borga innan Cities Coalition for Digital Rights mun hún „sameinast öðrum borgum í gagnrýnni umræðu á alþjóðavettvangi og skuldbinda sig til að tala fyrir og verja með markvissum aðgerðum stafræn réttindi borgara sinna og leysa stafrænar áskoranir á lagalegum og siðferðislegum grunni sem undirbyggja grundvallar mannréttindi þeirra í hinum stafræna heimi.“ Það er einmitt það. Reykvíkingar eru ekki einu sinni spurðir. Við stöndum öll frammi fyrir orðnum hlut. Gjaldið: 10 milljarðar. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun