Börnum mismunað þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2021 17:31 Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun