Embætti landlæknis styður bann við spilakössum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:26 Embætti landlæknis styður bann við spilakössum samkvæmt umsögn þeirra við frumvarp um bann við spilakössum. vísir/VIlhelm Embætti landlæknis segir rannsóknir benda til þess að spilakassar séu sú tegund fjárhættuspila sem helst tengist spilafíkn og styður bann við spilakössum sem lagt er til í frumvarpi sem nú er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans. Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram í lok mars en fyrstu umræðu um það er lokið og er það nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Í nýrri umsögn frá Landlækni segir að embættið styðji málið. Í því er lagt til að rekstur spilakassa verði með öllu bannaður og að ríkissjóður bæti Íslandsspilum og Háskóla Íslands tekjutapið. Í umsögn Landlæknis er bent á að á sínum tíma hafi um níutíu prósent þeirra sem leituðu til hjálpastöðva um spilavanda í Noregi verið fólk sem spilaði í spilakössum, en þeir voru bannaðir þar í landi árið 2007. Þá sýni sænsk rannsókn að um sjötíu prósent af veltu spilakassa komi frá fólki með spilavanda. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði frumvarpið fram.vísir/Vilhelm Í dag hafa tvö félög heimild til reksturs spilakassa hér á landi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil, sem er félag í eigu Rauða krossins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Nokkrar umsagnir hafa borist um frumvarpið sem Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna. Í þeirra umsögn er vísað í könnun Gallup sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti fólks vilji láta loka spilakössum til frambúðar. Í umsögn Háskóla Íslands er tekið undir áhyggjur af tengslum spilavanda við spilakassa. Jón Atli Benediktsson, sem skrifar umsögnina fyrir hönd háskólans, segir hins vegar vafa undiropið að vandinn verði leystur með boðum og bönnum. Vísað er til þess að málið sé til skoðunar í starfshópi. „Áður en til ákvarðana kemur um einstaka þætti er mun nær að greina hvort og þá hvemig unnt er að mæta ýmsum sjónarmiðum sem fram hafa komið varðandi leiðir við tekjuöflun Happdrættisins, án þess að til samdráttar komi og jafnframt um leið að draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. Með öðmm orðum er mikilvægt, sem fyrr greinir, að mál af þessu tagi séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu,“ segir í umsögn háskólans.
Fjárhættuspil Alþingi Fíkn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira