Sjúkdómsvæðing fæðingar í fjölmiðlum Stefanía Ósk Margeirsdóttir skrifar 27. maí 2021 15:00 Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Fjölmiðlar Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að velta fyrir sér fyrirsögnum blaðamanna í umfjöllun um fæðingar. Fjölmiðlar eiga til að mála upp ákveðna mynd af fæðingum sem einkennist af neikvæðri upplifun, áhættu, dramatík og óbærilegum sársauka. Líkleg skýring er sú að það sem er krassandi vill oft seljast betur. Umfjöllun um fæðingar getur þó haft bein áhrif á viðhorf til fæðingarinnar og því er ábyrgð fjölmiðla mikil þegar öll umfjöllun er sett í neikvætt eða áhættumiðað form. En hverju skiptir þetta máli? Á einhverjum tímapunkti í lífi sínu eru flestir að íhuga barneignir. Þegar fæðingar eru sjúkdómsvæddar og fjölmiðlar draga upp neikvæða umfjöllun um fæðingar hefur það áhrif á ungt fólk og elur á hræðslu varðandi fæðingar og barneignarferlið allt (1). Rannsóknir hafa sýnt að umfjöllun fjölmiðla getur mótað viðhorf kvenna og alið á ótta og ranghugmyndum um fæðingar (2). Í 3. grein í siðareglum Blaðamannafélag Íslands stendur: ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu”. Það má því spyrja sig hvort blaðamenn séu að fara gegn eigin siðareglum þegar þeir endurtekið fjalla um eins venjulegan atburð og fæðingu sem hádramtískan og hættulegan atburð í lífi kvenna. Þetta er ekki bara rangt, heldur getur þetta hreinlega valdið skaða. Á Íslandi eru útkomur kvenna og nýbura góðar. Í samanburði við önnur lönd innan Evrópu er Ísland meðal þeirra landa sem hefur lægstu tíðni keisaraskurða, léttbura, andvana fæðingar og nýburadauða (3). Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að mikill meirihluti kvenna sem verða barnshafandi eru hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og því litlar líkur á að þörf sé fyrir bráðahjálp í fæðingu. Fjölmiðlar geta haft veigamikil áhrif á það hvort og hvar kona upplifir sig örugga og bera þar af leiðandi mikla ábyrgð. Mikilvægt er að minna líka á að flestar fæðingar ganga vel fyrir sig og þegar það þarf að grípa inn í er það gert af öryggi og þekkingu hér á landi. Þegar fjölmiðlar draga upp hádramatíska og neikvæða mynd af fæðingum getur það gefið verðandi foreldrum ranga hugmynd um áhættuna sem fylgir fæðingu og skapað óraunhæfan ótta hjá þeim. Þessi ótti getur orðið til þess að konur verði óþarflega hræddar á meðgöngu og í fæðingu sem síðan eykur líkur á fylgikvillum og inngripum. Í ljósi þess skora ég á fjölmiðla að láta af nokkrum flettingum á ári, vanda framsetningu og einbeita sér að ábyrgri umfjöllun þegar kemur að fæðingum. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, Heilsugæslunni í Hamraborg og á Fæðingarvakt Landspítalans. Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Heimildir: Serçekuş, P. og Okumuş, H. (2009). Fears associated with childbirth among nulliparous women in Turkey. Midwifery, 25(2), 155-162. Stoll, K. og Hall, W. (2013). Vicarious birth experiences and childbirth fear: does it matter how young Canadian women learn about birth? The Journal of perinatal education, 22(4), 226. Euro-Peristat Project. (2018). European Perinatal Health Report. Core indictators of the health and care of pregnant women and babies in Europe in 2015.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun