Mannlíf kaupir 28 þúsund fylgjendur Kvennablaðsins Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2021 09:01 Aftur eru farin að sjást merki um líf á Facebook-síðu Kvennablaðsins. Skjáskot Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári. Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Hún segir að kaupin hafi gengið í gegn í síðustu viku og nái einungis til síðunnar en ekki nafnsins, lénsins kvennabladid.is eða þess efnis sem miðilinn hefur gefið út. Kaupverð fæst ekki uppgefið. Voru hætt að nota síðuna Til stendur að breyta nafni Facebook-síðunnar í kjölfar kaupanna en þann 19. maí byrjuðu rúmlega 28 þúsund fylgjendur hennar að sjá óumbeðið efni frá Mannlífi. Fram að því höfðu liðið tæpir átta mánuðir síðan nýrri færslu var deilt á Facebook-síðunni. Athygli vekur að nokkuð færri fylgja Facebook-síðu Mannlífs eða tæplega 23 þúsund manns. „Þetta snýst bara um að þeir fá aðgang að Facebook-síðunni og þeim fylgjendum sem Kvennablaðið er með á Facebook, því það er enginn að nota hana og blaðið er ekki lengur til,“ segir Steinunn Ólína. Mannlíf hefur ekki aðgang að eldra efni Kvennablaðsins líkt og fyrr segir. Engar áætlanir eru uppi um að nýta efnið með öðrum hætti að svo stöddu en það hefur verið óaðgengilegt frá því að ákveðið var að skella í lás. Ráku miðilinn í sjálfboðavinnu Vefmiðilinn Kvennablaðið hóf göngu sína í nóvember árið 2013 og er í eigu Steinunnar Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra. Miðillinn var lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu sem vildi endurvekja blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885. Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala.Skjáskot Rekstur vefmiðilsins gekk brösuglega og segir Steinunn Ólína að rekstraraðstæður hafi ráðið því að ákveðið var að stöðva útgáfu. „Við höfðum ekki fjármagn til að reka þetta áfram og vorum búnar að reka það í sjálfboðavinnu í sjö ár.“ Steinunn og Soffía hættu fyrst útgáfu Kvennablaðsins í apríl árið 2019 en hugðust endurvekja miðilinn í apríl á síðasta ári. Sú útgerð entist þó stutt og var útgáfu hætt aftur um hálfu ári síðar. Mannlíf er í eigu Reynis Traustasonar, ritstjóra miðilsins, og Trausta Hafsteinssonar fréttastjóra sem keyptu Mannlíf af Birtingi útgáfufélagi fyrr á þessu ári.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39 Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11
Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. 6. apríl 2019 17:39
Tekur við ritstjórastól af langömmu sinni Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út árið 1895 verður gefið út á ný í vefútgáfu. Vefurinn opnar í dag í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur. 7. nóvember 2013 14:00