Fjölmiðlafrumvarpið áfangasigur: Vill RÚV af auglýsingamarkaði en jafnframt bæta tækjutapið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2021 10:48 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Ég tel að það þurfi að ganga lengra. Það sem mér finnst mjög mikilvægt er að samkeppniseftirlitið sé heilbrigt. Ég myndi vilja að RÚV væri ekki á auglýsingamarkaði en það hefur ekki náðst sátt um það hvernig við förum í þær breytingar.“ Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Bítinu í morgun, þar sem fjölmiðlafrumvarpið svokallaða var til umræðu. Frumvarpið var samþykkt í gær en það kveður á um endurgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla. Um er að ræða tímabundnar aðgerðir. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir um ágæti frumvarpsins en Lilja vísaði til þess að í stjórnarsáttmálanum væri talað um að styrkja stöðu fjölmiðla. Ýmsar útfærslur hefðu verið skoðaðar þegar hún settist í ráðherrastól og endurgreiðslan hefði verið ein þeirra. „Það var alveg ljóst að þetta yrði brekka,“ sagði ráðherrann í Bítinu. „En aðalatriðið er að við náðum að klára þetta mál.“ „Þetta er fyrsta skrefið í því að styðja betur við fjölmiðla,“ sagði Lilja þegar gengið var á hana og sagði svokallað „sólarlagsákvæði“ til marks um það að málinu væri ekki lokið; það þyrfti meðal annars að skoða breytt landslag í fjölmiðlum, streymisveiturnar og stöðu RÚV. Ráðherrann sagðist sjálf vilja RÚV af auglýsingamarkaði en það þyrfti að gerast í skrefum og að athuguðu máli og að menn hefðu ekki náð saman um hvernig það yrði gert. „Það verður að ríkja sátt um það hvernig RÚV fer af auglýsingamarkaði,“ sagði Lilja. Viljinn væri til staðar en ekki hefði náðst sátt um útfærsluna. Framsóknarflokkurinn vildi koma til móts við tekjufall RÚV, að minnsta kosti að einhverju leyti. Sagði hún frumvarpið sem samþykkt var í gær „áfangasigur“. „Við höfum ekki séð svona frumvarp áður.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira