Atburðarásinni í Rauðagerðismálinu lýst í ákæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 07:22 Morðið virðist hafa verið vel skipulagt. Vísir/Vilhelm Morðið á Armando Beqirai var skipulagt og fylgst var með ferðum hans kvöldið sem hann var myrtur, ef marka má ákæru héraðssaksóknara í Rauðagerðismálinu svokallaða. Þar er dregin upp mynd af aðdraganda morðsins laugardagskvöldið 13. febrúar sem hófst með því að Murat Selivrada sýndi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt við Rauðarárstíg 31. Fékk Claudia, sem er unnusta Angjelin Serkaj, fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda skilaboð til Shpetim Qerimi í gegnum Messenger þegar hreyfing yrði á annrri hvorri bifreiðinni. Varð hún við þessu og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Rétt fyrir miðnætti óku Shpetim og Angjelin að Rauðagerði. „Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meððákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði.“ Í millitíðinni faldi Angjelin sig við bílskúrinn við Rauðagerði 28. Þegar Armando kom út eftir að hafa lagt bílnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22. kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotsárum sem hann hlaut á heila og brjóst. Í kjölfarið hljóp Angjelin út Rauðagerði og var sóttur af Shpetim. „Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði losaði sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn,“ segir í ákærunni. Málið verður dómtekið í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira
Þar er dregin upp mynd af aðdraganda morðsins laugardagskvöldið 13. febrúar sem hófst með því að Murat Selivrada sýndi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt við Rauðarárstíg 31. Fékk Claudia, sem er unnusta Angjelin Serkaj, fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda skilaboð til Shpetim Qerimi í gegnum Messenger þegar hreyfing yrði á annrri hvorri bifreiðinni. Varð hún við þessu og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Rétt fyrir miðnætti óku Shpetim og Angjelin að Rauðagerði. „Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meððákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði.“ Í millitíðinni faldi Angjelin sig við bílskúrinn við Rauðagerði 28. Þegar Armando kom út eftir að hafa lagt bílnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22. kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotsárum sem hann hlaut á heila og brjóst. Í kjölfarið hljóp Angjelin út Rauðagerði og var sóttur af Shpetim. „Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði losaði sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn,“ segir í ákærunni. Málið verður dómtekið í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir „Hef hvergi hallað réttu máli“ Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Sjá meira