Aðskilnaður dóms- og kennivalds Bjarni Már Magnússon og Haukur Logi Karlsson skrifa 24. maí 2021 17:01 Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Þann 21. maí sl. brást Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans. Á ýmsum stöðum í skrifum hennar eru okkur gerðar upp skoðanir sem við höfum ekki haldið fram og vísum við því í fyrri grein okkar til áréttingar um það sem við höfum haldið fram áður. Starfsaðstæður fræðifólks Umfjöllun dómarans um aukastörf akademískra starfamanna lagadeilda er athyglisverð. Að okkar mati eru umræður um starfsaðstæður þeirra löngu tímabærar. Aukastörf sumra akademískra starfamanna lagadeilda eru of umfangsmikil og í einhverjum tilfellum vart samrýmanleg akademískum störfum. Skýrist það að einhverju leyti af því að sumir eru ósáttir við kjör sín og telja að þeir hafi dregist aftur úr hefðbundnum viðmiðunarstarfsstéttum meðal lögfræðinga. Þess ber þó að geta að um þetta hafa verið settar reglur sem gilda fyrir Háskóla Íslands og taka til þeirra sem eru í a.m.k. 50% starfi. Reglurnar gilda því ekki um þá sem eru í 49% starfi. Veröld sem var Í grein dómarans er borið blak af og lýst með ágætum hætti veröld sem hefur fram á þennan dag tíðkast í lagadeildum íslensku háskólanna, en sem jafnframt er veröld sem var á flestum öðrum fræðasviðum. Þetta er veröld þar sem fræði og framkvæmd renna saman í eitt. Gerandinn og „hlutlausi“ greinandinn er ein og sama manneskjan. Á milli fræða og framkvæmdar er síðan snúningshurð þar sem persónur og leikendur skipta reglulega um hlutverk fyrir tilstilli og miskunn hvers annars. Í þessari veröld bíða akademískir starfsmenn háskóla í sífellu eftir að brauðmolar hnjóti af borðum þeirra sem fara með valdastöður í faginu eða að tækifæri skapist til að sækja um vel launað embætti. Þá er eins gott að hafa ekki talað eða skrifað sig út af sakramentinu. Þessi sýn rímar hins vegar illa við stöðu lögfræðinnar sem fullgilds akademísks viðfangsefnis. Háskólanám snýst um annað og meira en að læra til verka í starfsgrein. Í gegnum háskólanám lærir fólk einnig gagnrýna hugsun með vísan til margvíslegra fræðilegra kenninga, sem eru á sérsviði þeirra starfsmanna háskólanna sem hafa helgað sig fræðilegri þekkingarleit á því sviði. Það getur vissulega verið forvitnilegt fyrir nemendur að hitta fólk úr faginu sem miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Við teljum hins vegar að háskólarnir nái vart að sinna raunverulegu hlutverki sínu gagnvart nemendum og samfélagi á sviði lögfræðinnar ef kennsla og tilfallandi rannsóknir eru að mestu bornar uppi af fólki, sem jafnframt eru gerendur helsta viðfangs þessarar sömu kennslu og rannsókna. Sama hversu fært fólk er í faginu, þá verður alltaf erfitt að gegna tveimur hlutverkum samtímis þegar hagsmunir hlutverkanna skarast. Hvar nákvæmlega draga ætti línuna um aðkomu ráðherra, þingmanna og dómara að kennslu og rannsóknum háskólanna þyrfti að ræða nánar, en af nýlegri umfjöllun um aukastörf dómara við íslenska háskóla má ætla að þau séu nú of umfangsmikil með tilliti til hagsmuna háskólanna sjálfra. Breytingar Íslenskt háskólaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 15-20 árum. Faglegar kröfur hafa aukist og meðvitund vaknað um að þekkingarleit og miðlun þekkingar, sem er meginhlutverk háskóla, er alþjóðlegt fyrirbæri sem víðast hvar lýtur sömu eða svipuðum lögmálum. Eitt þessara lögmála er að háskólar þurfa að njóta sjálfstæðis og starfsmenn þeirra frelsis í þekkingarleit og miðlun sinni. Dóms- og framkvæmdavald var aðskilið hérlendis árið 1992. Kannski verður árið 2021 árið sem akademískt kennivald í lögfræði og dómsvald verður loksins aðskilið á Íslandi. Það gæti t.d. gerst með einfaldri orðalagsbreytingu á ákvæði um aukastörf dómara í lögum nr. 50/2016 um dómstóla eða með ákvörðun háskólanna sjálfra um kröfur til þeirra sem falið er það hlutverk að sinna akademískum störfum á þeirra vegum. Dr. Haukur Logi Karlsson er nýdoktor við lagadeild HR og Dr. Bjarni Már Magnússon er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Bjarni Már Magnússon Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum rituðu undirritaðir grein í Morgunblaðið þar sem bent var á þau óheppilegu áhrif sem umfangsmikil aukastörf dómara við lagadeildir geta haft á getu þessara sömu deilda til að halda uppi gagnrýni á störf og gjörðir þessara sömu dómara og þeirra dómstóla sem þeir starfa við. Þann 21. maí sl. brást Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og lektor við HR við skrifum okkar á þessum vettvangi. Við fögnum umræðunni, en viljum árétta nokkur atriði í tilefni af skrifum dómarans. Á ýmsum stöðum í skrifum hennar eru okkur gerðar upp skoðanir sem við höfum ekki haldið fram og vísum við því í fyrri grein okkar til áréttingar um það sem við höfum haldið fram áður. Starfsaðstæður fræðifólks Umfjöllun dómarans um aukastörf akademískra starfamanna lagadeilda er athyglisverð. Að okkar mati eru umræður um starfsaðstæður þeirra löngu tímabærar. Aukastörf sumra akademískra starfamanna lagadeilda eru of umfangsmikil og í einhverjum tilfellum vart samrýmanleg akademískum störfum. Skýrist það að einhverju leyti af því að sumir eru ósáttir við kjör sín og telja að þeir hafi dregist aftur úr hefðbundnum viðmiðunarstarfsstéttum meðal lögfræðinga. Þess ber þó að geta að um þetta hafa verið settar reglur sem gilda fyrir Háskóla Íslands og taka til þeirra sem eru í a.m.k. 50% starfi. Reglurnar gilda því ekki um þá sem eru í 49% starfi. Veröld sem var Í grein dómarans er borið blak af og lýst með ágætum hætti veröld sem hefur fram á þennan dag tíðkast í lagadeildum íslensku háskólanna, en sem jafnframt er veröld sem var á flestum öðrum fræðasviðum. Þetta er veröld þar sem fræði og framkvæmd renna saman í eitt. Gerandinn og „hlutlausi“ greinandinn er ein og sama manneskjan. Á milli fræða og framkvæmdar er síðan snúningshurð þar sem persónur og leikendur skipta reglulega um hlutverk fyrir tilstilli og miskunn hvers annars. Í þessari veröld bíða akademískir starfsmenn háskóla í sífellu eftir að brauðmolar hnjóti af borðum þeirra sem fara með valdastöður í faginu eða að tækifæri skapist til að sækja um vel launað embætti. Þá er eins gott að hafa ekki talað eða skrifað sig út af sakramentinu. Þessi sýn rímar hins vegar illa við stöðu lögfræðinnar sem fullgilds akademísks viðfangsefnis. Háskólanám snýst um annað og meira en að læra til verka í starfsgrein. Í gegnum háskólanám lærir fólk einnig gagnrýna hugsun með vísan til margvíslegra fræðilegra kenninga, sem eru á sérsviði þeirra starfsmanna háskólanna sem hafa helgað sig fræðilegri þekkingarleit á því sviði. Það getur vissulega verið forvitnilegt fyrir nemendur að hitta fólk úr faginu sem miðlar af reynslu sinni og þekkingu. Við teljum hins vegar að háskólarnir nái vart að sinna raunverulegu hlutverki sínu gagnvart nemendum og samfélagi á sviði lögfræðinnar ef kennsla og tilfallandi rannsóknir eru að mestu bornar uppi af fólki, sem jafnframt eru gerendur helsta viðfangs þessarar sömu kennslu og rannsókna. Sama hversu fært fólk er í faginu, þá verður alltaf erfitt að gegna tveimur hlutverkum samtímis þegar hagsmunir hlutverkanna skarast. Hvar nákvæmlega draga ætti línuna um aðkomu ráðherra, þingmanna og dómara að kennslu og rannsóknum háskólanna þyrfti að ræða nánar, en af nýlegri umfjöllun um aukastörf dómara við íslenska háskóla má ætla að þau séu nú of umfangsmikil með tilliti til hagsmuna háskólanna sjálfra. Breytingar Íslenskt háskólaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 15-20 árum. Faglegar kröfur hafa aukist og meðvitund vaknað um að þekkingarleit og miðlun þekkingar, sem er meginhlutverk háskóla, er alþjóðlegt fyrirbæri sem víðast hvar lýtur sömu eða svipuðum lögmálum. Eitt þessara lögmála er að háskólar þurfa að njóta sjálfstæðis og starfsmenn þeirra frelsis í þekkingarleit og miðlun sinni. Dóms- og framkvæmdavald var aðskilið hérlendis árið 1992. Kannski verður árið 2021 árið sem akademískt kennivald í lögfræði og dómsvald verður loksins aðskilið á Íslandi. Það gæti t.d. gerst með einfaldri orðalagsbreytingu á ákvæði um aukastörf dómara í lögum nr. 50/2016 um dómstóla eða með ákvörðun háskólanna sjálfra um kröfur til þeirra sem falið er það hlutverk að sinna akademískum störfum á þeirra vegum. Dr. Haukur Logi Karlsson er nýdoktor við lagadeild HR og Dr. Bjarni Már Magnússon er prófessor við lagadeild HR.