Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2021 07:01 Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnarskrá Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá eru skráðar grundvallarreglur samfélagsins sem öll önnur lög þurfa að standast. Það er þess vegna þörf á að fjalla um auðlindir landsins í stjórnarskrá og ramma inn þær meginreglur sem stjórnvöld verða að virða við alla aðra reglusetningu um auðlindanýtingu. Í gegnum tíðina hafa verið lögð hafa verið fram allnokkur frumvörp þar sem gert er ráð fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Og nú liggur fyrir á Alþingi útgáfa og sýn Katrínar Jakobsdóttur í þeim efnum. Þar kemur fram orðið þjóðareign, en án þess að nefna að réttur til að nýta þjóðareign sé tímabundinn og fyrir þann rétt þurfi að greiða eðlilegt gjald. Í tillögu forsætisráðherra segir í staðinn að í lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar. En þannig er það reyndar einmitt núna, í fiskveiðistjórnarlögum er kveðið á um þetta. Við þekkjum hverju það hefur skilað. Með þessari tillögu sjáum við þess vegna að viljinn til að breyta er enginn. Samþykki Alþingi tillögu forsætisráðherra óbreytta mun það hafa í för með sér óbreytt ástand fyrir almenning og um leið óbreytt ástand fyrir stórútgerðina. Hvað er það sem vantar? Í frumvarpinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Hvers vegna skiptir máli að nota einmitt orðið „tímabundið“? Vegna þess ef stjórnarskráin er skýr um það að þjóðareignina eigi að verja þannig að aðeins séu gerðir tímabundnir samningar getur lagasetning ekki farið gegn þeirri reglu. Þá verður ekki hægt að afhenda sjávarauðlinda nema með tímabundnum samningum. Þetta er það atriði sem öllu máli skiptir í hinu pólitíska samhengi. Þannig yrði tryggt að ekki sé um varanlegan rétt sé að ræða og þannig yrði þjóðareignin að orði með einhverja merkingu. Tímabinding réttinda er reyndar algeng þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Dæmin um þessa tímabundnu heimildir til nýtingar sjást gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign og þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Ákvæði sem ver óbreytt ástand Nýtt auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem forsætisráðherra leggur til fer þess vegna gegn þessu stefi sem einkennir lagasetningu um flestar aðrar auðlindir. Hvers vegna er það niðurstaða ríkisstjórnarflokkanna þriggja að leggja fram ákvæði sem er svo opið? Ákvæði sem er líklegt til að skila algjöru óbreyttu regluverki? Tillögu sem skilar annarri niðurstöðu en ákall hefur verið um? Hvers vegna er ákvæði forsætisráðherra þögult um stærstu pólitísku álitaefnin? Hvers vegna er tækifærið til að verja almannahagsmuni ekki nýtt? Verði þetta ákvæði samþykkt á Alþingi verður niðurstaðan óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður varanlega í eigu og á forræði hinna fáu. Stundum felast sterkustu skilaboðin í því sem ekki er sagt. Svarið felst í þögn forsætisráðherra um þau atriði sem myndu tryggja hagsmuni almennings. Ætlunin er nefnilega ekki sú, heldur að verja óbreytt ástand. Í þágu hverra er það? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun