Hvernig byggjum við upp samfélagið með tættum foreldrum? Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 23. maí 2021 19:30 Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við fáum í sífellu upplýsingar um hve fólk er almennt stressað og að streitan sé að buga okkur. Streituástandinu fylgja andleg og líkamleg vandamál í samfélaginu sem bæði dregur úr verðmætasköpun og eykur útgjöld í heilbrigðismálum. Fyrir utan það augljósa að það er erfitt að vera stressaður og fólk verður tætt. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út árið 2019 að streita sé næsti heilbrigðisfaraldur (health epidemic) okkar tíma. Það var reyndar áður en að Covid 19 kom fram og setti heiminn á hliðina. Núna er okkur að takast að vinna bug á Covid 19 en eftir situr stressið sem hefur bara aukist síðasta árið á meðan við lifðum með heimsfaraldrinum. Streita hefur slæm áhrif á heilsu okkar og er vísindalega sannað að þegar að líkaminn er í langvarandi streituástandi þá fylgi margvíslegir heilsukvillar, líkamlegir sem andlegir og líkur á kvíða og þunglyndi aukast. Ég þekki vel stöðu stressaðra foreldra og fjölskyldna. Flestir foreldrar vinna fulla vinnu samhliða því að ala upp börn og eru á sama tíma að skapa sér starfsvettvang og koma sér upp húnsæði. Þegar gera á alla þessi hluti vel verða foreldrar tættir sem síðan bitnar á börnunum. Tættir og stressaðir foreldrar ala upp tætt börn sem verða síðan tættir fullorðnir einstaklingar. Við verðum að finna jafnvægi á milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Ramminn virkar ekki Ramminn verður að virka fyrir fjölskyldur en til þess þurfa allir að koma að borðinu. Foreldrar, vinnuveitendur, menntakerfið, hið opinbera og samfélagið allt eru þessi rammi. Við þurfum forvarnir í þessum efnum eins og svo mörgu öðru. Það sem fjölskyldur þurfa er öryggi sem snýr að því að börnin fái pláss í dagvistun, möguleikar á því á að stækka við sig húsnæði, foreldrar þurfa tíma til að sinna börnum sínum og rækta tengsl í rólegu umhverfi og stöðugleika. Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi þá verður erfiðara að sinna skyldunum, þeir fá síður nýjar hugmyndir, verðmætasköpun og afköst í vinnu og á heimilinu verða ekki eins mikil. Það er því lýðheilsu- og efnahagsmál að halda streitu niðri. Börnin sem alast í þessu umhverfi eru líklegri til að þróa með sér félagsleg og andleg vandamál og þá erum við komin í vítahring. Við þurfum breytingar í samfélaginu og stjórnvöld verða að hafa hag fjölskyldna að leiðarljósi í stefnumótun sinni og ekki reyna að flækja lífið að óþörfu. Börnin eru framtíðin og sköpum þeim rólegra umhverfi. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun