Telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum Birgir Olgeirsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2021 17:17 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur telur hraunið geta náð Suðurstrandarvegi á einni til tveimur vikum. Hann segir skynsamlegt að ráðist verði í varnir í Nátthaga til að þrengja för hraunsins í átt að veginum og út í sjó svo sem minnst tjón verði. Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Þorvaldur segir erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær hraun renni að Suðurstrandarvegi. Það fari eftir því hvort að flutningsrásir lokist „Það er erfitt að segja til á þessu stigi. Það fer alveg eftir því hvernig hraunið hagar sér í Nátthaga. Ef það fer að breiða úr sér í Nátthaga þá getur það tekið töluverðan tíma, kannski þrjár til fimm vikur. En ef það nær að mynda svona ákveðna rás í gegnum Nátthagann þá er tíminn miklu styttri. Þá gætum við verið að tala um eina til tvær vikur,“ sagði Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Ekki mikill tími til stefnu Hann segir að það væri skynsamlegt að reyna að stýra hraunflæðinu þannig að það rati beint út í sjó. Það væri hægt með góðum varnargörðum og réttri staðsetningu. „Ef hraunið heldur áfram í gegnum Nátthagann þá væri skynsamlegt af okkur að reyna að beina flæðinu í sem þrengstan farveg og þannig að það fari beint út í sjó.“ Slíkt væri skynsamlegt svo að sem minnst tjón verði. Hann segir að þá þurfi að hugsa til verks sem fyrst. Hvað höfum við langan tíma til að hanna slíkar varnir? „Við höfum ekki mikinn tíma í það.“ Hraun sést frá Suðurstrandarvegi Hraunið sést nú frá Suðurstrandarvegi líkt og sést á þessari mynd. Ekkert lát virðist á gosinu. Þorvaldur segir að breytingar hafi átt sér stað á undanfarinni viku. „Það eru fleiri flutningsrásir hraunsins að lokast og einangrast þannig það er að draga úr hitatapinu. Það þýðir einfaldlega að hraunið hefur meiri möguleika á að verða lengra því það kólnar ekki við flutninginn.“ Þorvaldur segir að þegar hraun hafi komið niður í Nátthaga hafi verið um apalhraun að ræða en apalhraun er seigt hraun sem fer hægar yfir. „Meðan það helst þá held ég að það taki töluverðan tíma fyrir það að komast í gegnum Nátthagann en ef flutningsrásin, niður brekkuna og út gilið niður í Nátthaga, ef sú flutningsrás lokast þá verður flæðið út úr Nátthaga og ferðin niður að Suðurstrandarvegi mikið hraðari.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira