Fékk ekki tækifæri til að þjálfa Gascoigne því Tottenham keypti hús handa foreldrum hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2021 07:00 Sir Alex Ferguson stýrði Manchester United frá 1986 til 2013. EPA-EFE/PETER POWELL Sir Alex Ferguson viðurkenndi í skemmtilegu spjalli við Gary Neville að hann hefði mest viljað þjálfa Paul Gascoigne á sínum tíma. Þá ræddu þeir andrúmsloftið á Anfield. Hinn goðsagnakenndi fyrrum þjálfari Manchester United [og Aberdeen] var í viðtali hjá Neville fyrir vefmiðilinn LADbible. Var hann að svara spurningum sem höfðu verið sendar inn og var það aðallega ein sem vakti athygli Skotans. Hvaða leikmann hefði hann mest verið til í að þjálfa á sínum tíma en fékk aldrei tækifæri til. Hinn 79 ára gamli Ferguson þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Paul Gascoigne, engin spurning. Að mínu mati var hann besti enski leikmaðurinn síðan Bobby Charlton var upp á sitt besta. Hann var frábær leikmaður en því miður náðum við aldrei að festa kaup á honum.“ „Þegar ég horfi til baka tel ég að hann hafi gert stór mistök, hann viðurkenndi það nokkrum árum síðar. Við höfðum góða „Geordie“ [fólk frá Norð-Austur Englandi] tengingu í liðinu okkar. Bobby Charlton, Bryan Robson, Steve Bruce og meira að segja Gary Pallister frá Middlesbrough. Við vorum með fólk sem hefði séð um hann, sérstaklega Bryan Robson. Hann var frábær með leikmennina, eins og þú veist,“ sagði Ferguson en Gascoigne var ungur að árum er hann fór að glíma við bakkus og ýmis önnur vandamál. Paul Gascoigne í baráttunni við Paul Scholes í leik Everton og Manchester United.EPA/ROBIN PARKER Gascoigne er 53 ára gamall í dag og var af mörgum talinn besti leikmaður sinnar kynslóðar á Englandi. Hann ólst upp hjá Newcastle United og Ferguson sagði stórskemmtilega sögu af því þegar hann sá Gascoigne spila fyrst. Gazza - eins og hann var ávallt kallaður - klobbaði þá mótherja og klappaði honum á kollinn er hann hljóp framhjá honum og náði boltanum á nýjan leik. Ásamt því að vera frábær fótboltamaður þá var hann mikill skemmtikraftur. „Í hreinskilni sagt, hann var stórkostlegur. Ég sagði við Martin Edwards þegar við komum í rútuna að hann yrði að fjárfesta í honum. Ég vildi hringja í hann á mánudeginum en hann hafði þegar komist að samkomulagi við Tottenham. Hann var þó ekki búinn að skrifa undir og vildi á endanum koma til okkar en skipti svo um skoðun þegar Tottenham keypti hús handa móður hans og föður.“ „Martin Edwards var ekki týpan til að kaupa hús fyrir fjölskyldumeðlimi,“ sagði Ferguson þegar Neville spurði hvort hann hefði ekki verið til í að fjárfesta í húsi fyrir fjölskyldu Gascoigne. Gascoigne lék með Newcastle frá 1985-1988 og svo Tottenham frá 1988-1992. Þaðan fór hann til Lazio á Ítalíu, svo Rangers í Skotlandi og svo aftur heim til Middlesbrough og Everton áður en það fjaraði undan ferlinum. Alls lék hann 57 A-landsleiki fyrir England og skoraði 10 mörk. Aðspurður hvort það væru einhverjir leikmenn í dag sem hann hefði viljað þjálfað þá komu nokkrir í hugann. Þar á meðal Harry Kane, Dele Alli – sem Ferguson hélt að yrði toppleikmaður, Son Heung-min og Sergio Agüero voru nefndir. „Ég tel að toppliðin framleiði alltaf leikmenn sem geta staðið upp úr,“ bætti Skotinn við. Þetta ásamt umræðu þeirra Ferguson og Neville um Anfield má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi fyrrum þjálfari Manchester United [og Aberdeen] var í viðtali hjá Neville fyrir vefmiðilinn LADbible. Var hann að svara spurningum sem höfðu verið sendar inn og var það aðallega ein sem vakti athygli Skotans. Hvaða leikmann hefði hann mest verið til í að þjálfa á sínum tíma en fékk aldrei tækifæri til. Hinn 79 ára gamli Ferguson þurfti ekki að hugsa sig lengi um. „Paul Gascoigne, engin spurning. Að mínu mati var hann besti enski leikmaðurinn síðan Bobby Charlton var upp á sitt besta. Hann var frábær leikmaður en því miður náðum við aldrei að festa kaup á honum.“ „Þegar ég horfi til baka tel ég að hann hafi gert stór mistök, hann viðurkenndi það nokkrum árum síðar. Við höfðum góða „Geordie“ [fólk frá Norð-Austur Englandi] tengingu í liðinu okkar. Bobby Charlton, Bryan Robson, Steve Bruce og meira að segja Gary Pallister frá Middlesbrough. Við vorum með fólk sem hefði séð um hann, sérstaklega Bryan Robson. Hann var frábær með leikmennina, eins og þú veist,“ sagði Ferguson en Gascoigne var ungur að árum er hann fór að glíma við bakkus og ýmis önnur vandamál. Paul Gascoigne í baráttunni við Paul Scholes í leik Everton og Manchester United.EPA/ROBIN PARKER Gascoigne er 53 ára gamall í dag og var af mörgum talinn besti leikmaður sinnar kynslóðar á Englandi. Hann ólst upp hjá Newcastle United og Ferguson sagði stórskemmtilega sögu af því þegar hann sá Gascoigne spila fyrst. Gazza - eins og hann var ávallt kallaður - klobbaði þá mótherja og klappaði honum á kollinn er hann hljóp framhjá honum og náði boltanum á nýjan leik. Ásamt því að vera frábær fótboltamaður þá var hann mikill skemmtikraftur. „Í hreinskilni sagt, hann var stórkostlegur. Ég sagði við Martin Edwards þegar við komum í rútuna að hann yrði að fjárfesta í honum. Ég vildi hringja í hann á mánudeginum en hann hafði þegar komist að samkomulagi við Tottenham. Hann var þó ekki búinn að skrifa undir og vildi á endanum koma til okkar en skipti svo um skoðun þegar Tottenham keypti hús handa móður hans og föður.“ „Martin Edwards var ekki týpan til að kaupa hús fyrir fjölskyldumeðlimi,“ sagði Ferguson þegar Neville spurði hvort hann hefði ekki verið til í að fjárfesta í húsi fyrir fjölskyldu Gascoigne. Gascoigne lék með Newcastle frá 1985-1988 og svo Tottenham frá 1988-1992. Þaðan fór hann til Lazio á Ítalíu, svo Rangers í Skotlandi og svo aftur heim til Middlesbrough og Everton áður en það fjaraði undan ferlinum. Alls lék hann 57 A-landsleiki fyrir England og skoraði 10 mörk. Aðspurður hvort það væru einhverjir leikmenn í dag sem hann hefði viljað þjálfað þá komu nokkrir í hugann. Þar á meðal Harry Kane, Dele Alli – sem Ferguson hélt að yrði toppleikmaður, Son Heung-min og Sergio Agüero voru nefndir. „Ég tel að toppliðin framleiði alltaf leikmenn sem geta staðið upp úr,“ bætti Skotinn við. Þetta ásamt umræðu þeirra Ferguson og Neville um Anfield má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira