Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 10:59 Öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið var aukin verulega eftir árásina blóðugu í janúar. AP/Carolyn Kaster Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira