„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2021 11:31 Erna Kristín er mikil talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira