„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2021 11:31 Erna Kristín er mikil talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Nýverið var gerð könnun á rúmlega fimm hundruð konum og niðurstöðurnar sýndu að yfir 70 prósent kvennanna sem tóku þátt voru óöruggar í eigin líkama og líkamsímyndin ekki góð. Erna segir stelpur niður í fimm ára aldur farnar að hafna líkamanum sínum og hún vill bregðast hratt við þessari þróun og fá skólakerfið með sér í lið, það þurfi að bregðast snemma við til þess að byggja upp líkamsímynd og sjálfsmynd karla og kvenna. Eva Laufey ræddi við Ernu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var með neikvæða líkamsímynd alveg frá því að ég var barn og átröskun sem unglingur og í rauninni sem ung fullorðin gafst ég upp á þessum lífstíl. Að vera með neikvæða líkamsímynd og hringsnúast í kringum megrunar kúltúr út um allt. Ég sagði eiginlega skilið við þetta batterí eins og það leggur sig. Átröskunin er miklu flóknara dæmi en maður svona reynir að lifa með því og gerir sitt besta,“ segir Erna Kristín og heldur áfram. Erna segir að fitufordómar séu í raun kerfibundið ofbeldi. Erna segir að í raun því meira sem konum líkar illa við sig, því meira græðir markaðurinn. „Eins ógnvekjandi og það hljómar. Við erum brotnar niður, svo það sé líklegra að við kaupum og hlaupum eftir. Allt sem við sjáum varðandi tískuiðnaðinn í blöðum og í sjónvarpinu eru ákveðnar tegundir af líkömum. Líkaminn er settur upp svo svona tískufyrirbrigði og við eigum bara að elta.“ Erna segist hafa náð að segja skilið við sína neikvæðu líkamsímynd með mikilli vinnu og hún varð í raun að átta sig á því að þetta myndi ekki gerast yfir nóttu. Allir verða fá rými til að elska sjálfan sig „Þetta er rosalega mikil hugarfarsbreyting. Ég var á mjög dimmum stað, en í dag á mjög björtum stað. Ég gerði bara allskonar æfingar, allskonar verkfæri sem við höfum í tengslum við jákvæða líkamsímynd. Ég hef alltaf fagnað ákveðnum pörtum líkamans sem eru samþykktir nú þegar en hafnað öðrum.“ Erna segir að allt niður í fimm ára íslenskar stelpur séu farnar að hafna líkama sínum. Eitt af því sem hefur áhrif á líkamsímyndina eru fordómar, fitufordómar er hugtak sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki og segir Erna fitufordóma birtast í andúð innan samfélagsins gagnvart feitu fólki sem leitt getur til mismununar. „Líkamsvirðing er eitthvað sem er mjög mikilvægt inn í umræðuna þegar kemur að jákvæðri líkamsímynd. Mér finnst svolítið absúrd að vera fagna sínum eigin líkama en við ætlum ekki að gefa öðrum rými fyrir það sama. Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi. Það að hafa þessa skoðun á öðrum í rauninni bara til þess að niðurlægja fólk er eitthvað sem við þurfum að fara gera betur í. Það verða allir að fá rými til þess að elska sjálfan sig. Burt sé frá holdafari og heilsu. Því ef þau fá ekki rýmið, hvernig eiga þau þá að öðlast almennt heilbrigði.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira