Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2021 19:20 Seðlabankastjóri boðar frekari vaxtahækkanir dugi hækkunin í dag ekki til að vinna á verðbólgu sem nú er talið að fari ekki niður að markmiðum bankans fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. Eftir langt vaxtalækkunartímabil hækkaði Seðlabankinn meginvexti sína í dag úr 0,75 prósentum í eitt prósent vegna þrálátrar verðbólgu innanlands og í útlöndum. Hér heima vegna aukinnar neyslu og mikillar hækkunar húsnæðisverðs en vegna hækkunar hrávöruverðs ytra sem leitt hafi til aukins flutnins- og framleiðslukostnaðar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með vaxtahækkun nú eigi að reyna að hægja á hagkerfinu. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka öðrum þáttum. Það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig,“ segir Ásgeir. Bankann hafi öll spil á hendi til að ná niður verðbólgunni. Gangi það ekki eftir verði vextir hækkaðir enn frekar. „Við hins vegar viljum bíða og sjá. Við trúum því að þetta séu tímabundnir þættir. En ef ekki verðum við að bregðast við. Við höfum skyldur gagnvart fólkinu í landinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera.“ Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Eftir langt vaxtalækkunartímabil hækkaði Seðlabankinn meginvexti sína í dag úr 0,75 prósentum í eitt prósent vegna þrálátrar verðbólgu innanlands og í útlöndum. Hér heima vegna aukinnar neyslu og mikillar hækkunar húsnæðisverðs en vegna hækkunar hrávöruverðs ytra sem leitt hafi til aukins flutnins- og framleiðslukostnaðar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir greinilegt að tæki peningastefnunnar virki bæði til að örva og hægja á hagkerfinu. Nú þurfi að hægja aðeins á með vaxtahækkun.Stöð 2/Arnar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með vaxtahækkun nú eigi að reyna að hægja á hagkerfinu. „Þá hægir vonandi aðeins á fasteignamarkaðnum. Líka öðrum þáttum. Það verður þá dýrara að taka lán og skuldsetja sig,“ segir Ásgeir. Bankann hafi öll spil á hendi til að ná niður verðbólgunni. Gangi það ekki eftir verði vextir hækkaðir enn frekar. „Við hins vegar viljum bíða og sjá. Við trúum því að þetta séu tímabundnir þættir. En ef ekki verðum við að bregðast við. Við höfum skyldur gagnvart fólkinu í landinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera.“ Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira