Gert að sanna að þau séu hætt að vakta lóð nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 13:20 Notast var við svokallaðar hálfkúlumyndavélar. Vísir/Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun íbúa sem voru með eftirlitsmyndavélar framan á húsi sínu og í bakgarði hafi verið óheimil samkvæmt persónuverndarlögum. Skjáskot úr myndavélunum sýndu að sjónsvið þeirra náði út á svæði á almannafæri og á yfirráðasvæði nágranna. Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár. Persónuvernd Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár.
Persónuvernd Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira