Grafa upp líkamsleifar í von um að leysa 70 ára ráðgátu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2021 09:08 Lögregla birti myndir af Somerton-manninum í þeirri von að almenningur gæti aðstoðað við að bera kennsl á hann. Áströlsk lögregluyfirvöld vinna nú að því að grafa upp líkamsleifar manns sem fannst á strönd fyrir meira en 70 árum. Markmiðið er að bera kennsl á manninn en málið er eitt þekktustu óleystu sakamála landsins. Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC. Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Í raun er ef til réttara að tala um ráðgátu en sakamál, þar sem fátt er vitað um hvernig dauða mannsins bar að. Hann fannst 1. desember 1948, þar sem hann lá upp við varnargarð á Somerton-strönd í borginni Adelaide, klæddur í jakkaföt og með bindi. Lögregla með ferðatösku mannsins. Ekkert fannst á Somerton-manninum sem benti til þess hver hann væri og hann var jarðsettur í kirkjugarði í Adelaide, undir legsteini sem á stóð „Óþekkti maðurinn“. Við rannsókn málsins fannst ferðataska sem talin er hafa tilheyrt manninum. Í henni var meðal annars fatnaður en athygli vakti að allir merkimiðar höfðu verkið fjarlægðir. Áður en maðurinn var jarðsettur fannst dularfullur miði í földum vasa á buxum mannsins. Um var að ræða afrifu sem á stóð „Tamad Shud“, sem þýðir „lokið“ eða „búinn“. Lögregla komst að því að um var að ræða lokaorð ljóðabókar eftir 12. aldar persneskan stærðfræðing. Ótrúlegt en satt þá tókst lögreglu að finna bókina sem orðin höfðu verið rifið úr. Á einni síðu var að finna för eftir texta sem hafði verið skrifaður á annað blað og var það tilgáta lögreglu að um dulmál væri að ræða. Í bókinni fannst einnig símanúmer, sem reyndist vera í eigu hjúkrunarfræðingsins Jessicu Ellen Thompson. Þegar henni var sýnd afsteypa af höfði mannsins sagðist hún ekki kannast við hann en lögregla taldi viðbrögð hennar benda til annars. Dulmálið óleysta. Thompson viðurkenndi að hafa gefið fyrrverandi kærasta eintak af ljóðabókinni, Rubaiyat. Kærastinn, Alf Boxall, reyndist hins vegar enn eiga sitt eintak og það var órifið. Boxall var þá verkamaður en hafði starfað hjá leyniþjónustunni í stríðinu. Það komst aldrei upp hvort einhver tengsl voru á milli Thompson, Boxall og Somerton-mannsins en árið 2014 sagðist dóttir Thompson þess fullviss að móðir hennar hefði þekkt manninn dularfulla. Þá vekur athygli að í júní árið 1945, rétt hjá hótelinu þar sem Thompson gaf Boxall eintak af Rubaiyat, fannst maður að nafni George Marshall látinn. Á líkinu lá eintak af Rubaiyat og rannsókn leiddi í ljós að eitrað hafði veirð fyrir Marshall. Þegar Somerton-maðurinn var krufinn þremur árum seinna komst meinafræðingur að þeirri niðurstöðu að hann hefði mætt sömu örlögum. Umfjöllun BBC.
Erlend sakamál Ástralía Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira