Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2021 18:30 Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. Ahmed Irheem, sem er frá Gaza í Palestínu, kom til Íslands fyrir um átta mánuðum og sótti um vernd hér á landi. Fyrir skömmu staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar um að umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Hann stendur nú frammi fyrir brottvísun þar sem endursendingar til Grikklands eru hafnar að nýju. „Í fyrra voru endursendingar til Grikklands stöðvaðar fyrir fólk í þessari stöðu og þá vísað til heimsfaraldurins. En þessar endursendingar hafa verið teknar upp aftur á þeim forsendum að nú séu bóluseningar hafnar og að þetta ástand sé nú í rauninni liðið hjá,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds, segir óboðlegt að endursenda fólk til Grikklands.vísir/skjáskot Eiginkona Ahmeds og þrjú börn, sjö ára dóttir og sex og fjögurra ára synir, eru enn á Gaza. Þau töldu öruggast að hann myndi einn leita skjóls og sameina síðan fjölskylduna. Hann segir þau vilja flýja sífelld átök og fá að búa á Islandi. „Heimili mitt er hættulegur staður,“ segir Ahmed og segir þau aldrei finna fyrir öryggi. „Það er sívarandi vandamál á milli Palestínu og Ísraels, Ísraels og Palestínu. Maður þarf alltaf að fara varlega.“ Hann hefur miklar áhyggjur af fjölskyldunni vegna ástandsins á svæðinu. Sambandið hefur verið stolput þar sem loftnet hafa verið hæfð í sprengjuárásum. „Ég get ekki getað haft samband við fjölskyldu mína.“ Ahmet er í hópi fleiri Palestínumanna sem til stendur að vísa úr landi. Þeir hafa hins vegar neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. „Það sem stjórnvöld hafa tekið upp á að gera vegna þessa er að vísa þeim úr þjónustu hér á landi. Sem sagt vísa þeim út úr því húsnæði sem þeim er útvegað samkvæmt lögum og taka af þeim matarpening og aðra þjónustu,“ segir Arndís og bætir við að þetta bíði nú Ahmeds. Sonur Ahmeds sem er á Gaza í Palestínu.vísir Hún segir að þeim sé gert að velja á milli götunnar hér á landi eða í Grikklandi. Rauði krossinn ítrekaði á dögunum að ekki væri forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands. „Það var algjörlega óboðlegt áður en heimsfaraldur Covid skall á. Og þú getur rétt ímyndað þér að það hefur ekki skánað með heimsfaraldri. Allar aðstæður eru miklu erfiðari en þær voru og það tekur náttúrulega langan tíma að byggja það upp aftur.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður annarra úr hópi fólks í sömu stöðu, telur aðgerðir stjórnvalda ekki standast lög. „Um er að ræða nokkurs konar refsingu af hálfu Útlendingastofnunar þar sem viðkomandi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brottvísun með því að undirgangast covid próf sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma brottvísun,“ segir Magnús og bætir við að á sínum lögmannsferli hafi hann enn ekki hitt þann hælisleitanda sem sjálfviljugur aðstoði við eigin brottvísun. Lögmaður telur stjórnvöld brjóta gegn reglugerð um útlendinga með því að svipta fólkið þjónustu.vísir/gva „Það er eðli þessara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja viðkomandi á götuna allslausan við slíkar aðstæður er ómannúðlegt, siðferðilega rangt og að mínum dómi ólögmætt.“ Hann vísar í 23. gr. reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun sé komin til framkvæmdar. „Þegar viðkomandi aðili er enn á landinu er ljóst að slík ákvörðun hefur enn ekki verið framkvæmd og því ólögmætt að svipta aðilann þjónustu. Útlendingastofnun brýtur þannig klárlega gegn umræddu reglugerðarákvæði,“ segir Magnús. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Ahmed Irheem, sem er frá Gaza í Palestínu, kom til Íslands fyrir um átta mánuðum og sótti um vernd hér á landi. Fyrir skömmu staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar um að umsókn hans yrði ekki tekin til efnismeðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Hann stendur nú frammi fyrir brottvísun þar sem endursendingar til Grikklands eru hafnar að nýju. „Í fyrra voru endursendingar til Grikklands stöðvaðar fyrir fólk í þessari stöðu og þá vísað til heimsfaraldurins. En þessar endursendingar hafa verið teknar upp aftur á þeim forsendum að nú séu bóluseningar hafnar og að þetta ástand sé nú í rauninni liðið hjá,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögmaður Ahmeds, segir óboðlegt að endursenda fólk til Grikklands.vísir/skjáskot Eiginkona Ahmeds og þrjú börn, sjö ára dóttir og sex og fjögurra ára synir, eru enn á Gaza. Þau töldu öruggast að hann myndi einn leita skjóls og sameina síðan fjölskylduna. Hann segir þau vilja flýja sífelld átök og fá að búa á Islandi. „Heimili mitt er hættulegur staður,“ segir Ahmed og segir þau aldrei finna fyrir öryggi. „Það er sívarandi vandamál á milli Palestínu og Ísraels, Ísraels og Palestínu. Maður þarf alltaf að fara varlega.“ Hann hefur miklar áhyggjur af fjölskyldunni vegna ástandsins á svæðinu. Sambandið hefur verið stolput þar sem loftnet hafa verið hæfð í sprengjuárásum. „Ég get ekki getað haft samband við fjölskyldu mína.“ Ahmet er í hópi fleiri Palestínumanna sem til stendur að vísa úr landi. Þeir hafa hins vegar neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. „Það sem stjórnvöld hafa tekið upp á að gera vegna þessa er að vísa þeim úr þjónustu hér á landi. Sem sagt vísa þeim út úr því húsnæði sem þeim er útvegað samkvæmt lögum og taka af þeim matarpening og aðra þjónustu,“ segir Arndís og bætir við að þetta bíði nú Ahmeds. Sonur Ahmeds sem er á Gaza í Palestínu.vísir Hún segir að þeim sé gert að velja á milli götunnar hér á landi eða í Grikklandi. Rauði krossinn ítrekaði á dögunum að ekki væri forsvaranlegt að senda flóttafólk til Grikklands. „Það var algjörlega óboðlegt áður en heimsfaraldur Covid skall á. Og þú getur rétt ímyndað þér að það hefur ekki skánað með heimsfaraldri. Allar aðstæður eru miklu erfiðari en þær voru og það tekur náttúrulega langan tíma að byggja það upp aftur.“ Magnús D. Norðdahl, lögmaður annarra úr hópi fólks í sömu stöðu, telur aðgerðir stjórnvalda ekki standast lög. „Um er að ræða nokkurs konar refsingu af hálfu Útlendingastofnunar þar sem viðkomandi aðilar hafa ekki viljað aðstoða við eigin brottvísun með því að undirgangast covid próf sem er forsenda þess að hægt sé að framkvæma brottvísun,“ segir Magnús og bætir við að á sínum lögmannsferli hafi hann enn ekki hitt þann hælisleitanda sem sjálfviljugur aðstoði við eigin brottvísun. Lögmaður telur stjórnvöld brjóta gegn reglugerð um útlendinga með því að svipta fólkið þjónustu.vísir/gva „Það er eðli þessara mála að fólk vill ekki fara úr landi enda var það að flýja aðstæður þar sem líf þeirra var í hættu. Að setja viðkomandi á götuna allslausan við slíkar aðstæður er ómannúðlegt, siðferðilega rangt og að mínum dómi ólögmætt.“ Hann vísar í 23. gr. reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að svipta megi hælisleitanda þjónustu þegar ákvörðun um brottvísun sé komin til framkvæmdar. „Þegar viðkomandi aðili er enn á landinu er ljóst að slík ákvörðun hefur enn ekki verið framkvæmd og því ólögmætt að svipta aðilann þjónustu. Útlendingastofnun brýtur þannig klárlega gegn umræddu reglugerðarákvæði,“ segir Magnús.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Palestína Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ TikTok-áskorun leiddi til þrjú hundruð metra banafalls Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“