Vara Alþingi við að samþykkja ályktun um þjóðarmorð á Armenum Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2021 11:33 Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, hefur borist bréf frá tyrkenskum starfsbróður sínum vegna tillögu að ályktun um að Ísland viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Vísir/Vilhelm Samþykki Alþingi ályktun um að viðurkenna þjóðarmorð Tyrkja á Armenum bæri skugga á góð samskipti Tyrklands og Íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem forseti tyrkneska þingsins hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi. Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um viðurkenningu á þjóðarmorði á Armenum árin 1915 til 1917. Þingmenn úr Vinstri grænum, Pírötum, Samfylkingunni, Viðreisn og Miðflokknum standa að tillögunni en Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður hennar. Tyrkneska ríkisfréttaveitan Anadolu segir að Mustafa Sentop, forseti tyrkenska þingsins, hafi sent íslenska starsfbróður sínum bréf til að hvetja hann til að styðja ekki ályktunina þar sem hún byggi á „stoðlausum ásökunum“. „Það er augljóst að slíkar stoðlausar tilraunir, sem við vitum að koma fram vegna eggjunar í sumum kreðsum, leiða ekki til nokkurs annars að skugga beri á góð samskipti sem eru til staðar á milli landa okkar,“ hefur fréttaveitan upp úr bréfinu. Tyrkir hafa alla tíð hafnað því að dráp þeirra á einni og hálfri milljóna Armena í fyrri heimsstyrjöldinni teljist þjóðarmorð þó að þeir viðurkenni að voðaverk hafi verið framin. Joe Biden varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að viðurkenna drápin sem þjóðarmorð í síðasta mánuði. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, sagðist þá ætla að standa vörð um „sannleikann“ andspænis „lygi svokallaðs armensks þjóðarmorðs“. „Ákaflega mikilvægt er að heimsbyggðin viðurkenni þau voðaverk sem framin voru á armensku þjóðinni sem þjóðarmorð. Þótt langt sé um liðið var þetta glæpur gegn mannkyni og þar með gegn okkur öllum. Þau voðaverk sem framin verða við allt hernaðarbrölt heimsins í nútíð og framtíð byggjast á því sem áður hefur verið gert. Löngu tímabært er að íslensk stjórnvöld viðurkenni þjóðarmorð á Armenum árin 1915–1917 og virði minningu fórnarlamba þessa glæps gegn mannkyni,“ segir í þingsályktunartillögunni sem liggur fyrir á Alþingi.
Tyrkland Armenía Utanríkismál Alþingi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira