Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:31 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans Vísir/Vilhelm Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann. Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri börn og ungmenni hafi komið á deildina á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir „Bráðamálum hefur fjölgað mikið hjá okkur. Þá höfum við séð fjölgun í hópi barna með átröskun. Þetta er svona 30-40% aukning milli ára. Biðlistinn hjá Bugl hefur því miður lengst samfara þessu,“ segir Björn. Hann telur að leita megi orsaka fyrir þessari þróun því víða. Erum hugsanlega að fá bankakreppuna í hausinn „Það hafa engar mælingar eða rannsóknir farið fram á því af hverju þetta er þróunin núna. En það hafa komið fram hugmyndir í okkar hópi að hugsanlega séum við enn að fá bankakreppuna í hausinn því stoðþjónustan var svo mikið skorið niður og það hefur ekki verið lagfært. Þá kann öll þessi einangrun og óregla á skólahaldi vegna sóttvarnaraðgerða hafa truflað viðkvæmustu börnin. Loks höfum við auðvitað heyrt ávinning af því að skjánotkun barna hafi aukist mjög mikið í faraldrinum,“ segir Björn. Þarf að setja skjánotkun barna í lýðheilsuvísa Hann segir mikilvægt að rannsakað verði hér á landi hversu mörg börn séu haldin svokallaðri tölvufíkn. „Skjáfíkn eða Internet Gaming Disorder er greining í greiningarkerfunum okkar en það vantar tilfinnanlega lýðiheilsurannsóknir þegar kemur að því. Mitt ákall til Landlæknisembættisins er að skjánotkun barna verði sett inn í lýðheilsuvísa,“ segir Björn. Mjög ljót neteineltismál „Það er fleira sem tengist vefnum en það eru að koma upp mjög ljót neteineltis mál. Við höfum miklar áhyggjur af því. Samskiptaforrit eins og TikTok markaðssetja sig t.d. fyrir mjög ungan aldur. Það er jafnvel gert áður en börnin eru tilbúin að bera ábyrgð á þeim samskiptum sem þau eiga við hvort annað. Það sama á við um ýmsa tölvuleiki sem henta engan veginn fyrir börn. Ungir drengir hafa ánetjast þessum leikjum og það væri óskandi að komið væri á þjónustu fyrir foreldra þar sem þeir fengju leiðbeiningar um hvernig hægt er að ramma þessa leikhegðun inn,“ segir hann.
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Félagsmál Landspítalinn Stafrænt ofbeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01 Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45 Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15 Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Stytta biðtíma barna í kerfinu Ríkið hefur nú óskað eftir tilboðum í vinnu við þróun á nýjum miðlægum gagnagrunni fyrir upplýsingar sem varða hag barna og kerfi þar sem sveitarfélög geta haft yfirsýn og rekið barnaverndarmál. 17. maí 2021 12:01
Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Börn undir 10 ára aldri hafa þurft að leita sér aðstoðar. 23. apríl 2017 18:45
Meðferðarúrræði fyrir tölvufíkla opnar í ágúst Mikil vöntun er á úrræðum fyrir einstaklinga sem glíma við tölvufíkn að mati félagsfræðings. 2. júlí 2018 19:15
Fjöldi á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis margfaldast Fjöldi einstaklinga á biðlista eftir þjónustu átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. 16. febrúar 2021 13:46