Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 13:42 Konur að vinnu á akri nærri Mekelle, höfuðborg Tigray. Vitni segja þúsundum kvenna hafa verið nauðgað og nauðgunum sé beint með markvissum hætti. AP/Ben Curtis Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan. Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þá hafa hermenn gert eftirlitsaðilum og blaðamönnum erfitt að ferðast til héraðsins. Hermenn hafa sömuleiðis stöðvað hjálparsendingar frá Sameinuðu þjóðunum. Sömuleiðis hefur verið tekið hart á blaðamönnum á svæðinu og yfirvöld Eþíópíu vísuðu til að mynda blaðamanni New York Times úr landi eftir að hann tók viðtöl við fórnarlömb nauðgana. Fregnir hafa þó borist frá íbúum sem segja hræðilegar sögur af ástandinu í Tigray. Guardian hefur til að mynda eftir nunnu frá Tigray að hermenn nauðgi konum og allt að átta ára stúlkum með markvissum hætti. Þeim sé jafnvel nauðgað á almannafæri og fyrir framan fjölskyldumeðlimi. Þá séu konurnar skornar á höfnum og fótum. „Þetta var svo víða. Ég sé þetta alls staðar, þúsundir,“ sagði nunnan. Eyðilagður skriðdreki í Tigray. Hörð átök áttu sér stað í héraðinu fyrir áramót.AP/Ben Curtis Í haldi hermanna í mánuð Blaðamaður NPR komst nýverið inn í Tigray og ræddi þar við íbúa. Hann ræddi við konu sem hafði flúið undan átökum til Mekelle, höfuðborgar Tigray, hún, fjölskylda hennar og aðrir flóttamenn héldu til í gömlum leikskóla í borginni. Hún og átta aðrar konur fóru þó úr skólanum og úr borginni í leit að mat. Þar voru þær handsamaðar af hermönnum, barðar, bundnar og færðar til herstöðvar. Þar voru þær hlekkjaðar við gólfið og þeim nauðgað ítrekað í um það bil mánuð. Svo illa var farið með þær að nokkrar konur báðu nauðgara sína um að drepa þær. Að endingu var konan færð úr herstöðinni og skilinn eftir á víðavangi. Henni tókst þó að komast á sjúkrahús þar sem læknar fjarlægðu fimm sokka úr leggöngum hennar. Konan segir það allra versta þó að nú viti hún ekki hvar börn sín séu niðurkomin. Hún viti ekki hvort þau séu lífs eða liðin. Átök sem hófust í nóvember Átökin í Tigray hófust í nóvember þegar forseti Eþíópíu, Abiy Ahmed, sem hefur unnið friðarverðlaun Nóbels, sendi her ríkisins gegn valdamikilli héraðsstjórn í Tigray. Frelsishreyfingin sem stjórnaði þá Tigray, var áður ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil eða þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Þá greip Abiy til aðgerða gegn Frelsishreyfingarinnar og rak marga ráðamenn og embættismenn úr störfum innan hins opinbera vegna ásakana um spillingu. Spennuna í Eþíópíu má einnig rekja til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra og sagði það vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.
Eþíópía Hernaður Mannréttindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira